23.10.2014
Barnastarf og messa kl. 11.00 Sameiginlegt upphaf í messu. Prestur sr. Guðmundur Guðmundsson. Kór Glerárkirkju leiðir söng undir stjórn Valmar Väljaots. Allir velkomnir.
24.10.2014
Landsmót æskulýðsfélaga Þjóðkirkjunnar verður þann 24. - 26. október á Hvammstanga og munu 22 unglingar úr UD Glerá taka þátt. Brottför verður kl. 14:00 frá Glerárkirkju. Á vefsíðu mótsins www.aeskth.is eru allar nauðsynlegar upplýsingar, einnig verður hægt að fylgjast með mótinu á facebook.com/landsmot.
21.10.2014
Næsta fræðslukvöld í Glerárkirkju miðvikudaginn 22. október kl. 20 mun sr. Sigríður Munda Jónsdóttir, sóknarprestur í Ólafsfirði, halda áfram umfjöllun um guðspjöllin. Viðfangsefnið er leiðsögn um Nýja testamentið. Yfirskriftin þetta kvöld er: Markús og Lúkas - samstofna guðspjöll: Vinur hinna vinarsnauðu.
15.10.2014
Barnasamvera og messa kl. 11. Söngur, gleði, fræðsla! Sameiginlegt upphaf. Kvöldmessa kl. 20:30 GOSPELKÓR AKUREYRAR syngur undir stjórn Heimis Ingimarssonar.
09.10.2014
Barnastarf og messa verður í Glerárkirkju sunnudaginn 12. október kl. 11.00 Prestur er sr Jón Ómar Gunnarsson. Kór Glerárkirkju leiðir almennan söng. Allir velkomnir.
08.10.2014
Nú eru fræðslu- og umræðukvöldin að hefjast miðvikudaginn 8. október kl. 20 hér í Glerárkirkju. Í haust verður umfjöllin um helgirit kristninnar, Nýja testamentið. Dregnar verða fram grundvallarhugmyndir helstu rita Nýja testamentisins. Fjallað um höfunda, stund og stað ritanna, þýðingu þeirra fyrir kristna söfnðui og bænalíf. Fyrsta kvöldið fáum við nýjatestamentisfræðinginn dr. Clarence Glad til að fjalla um Nýja testamentið og vanda túlkunarinnar.
02.10.2014
Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11. Sr. Gunnlaugur Garðarsson þjónar ásamt Sunnu Kristrúnu Gunnlaugsdóttir, djákna. Barna og æskulýðskór kirkjunnar leiðir almennan söng. Allir velkomnir. Kvöldmessa kl. 20:30. Sr. Gunnlaugur Garðarsson predikar og þjónar fyrir altari. Kór Glerárkirkju leiðir almennan söng undir stjórn Valmar Väljaots.
30.09.2014
Hádegissamvera verður í Glerárkirkju miðvikudaginn 1. október kl. 12.00 Léttur hádegisverður á vægu verði að athöfn lokinni. Allir hjartanlega velkomnir.