Fréttir

Sunnudagurinn 15. febrúar

Messa kl. 11.00 Sameiginlegt upphaf í barnastarfi. Sr. Gunnlaugur Garðarsson þjónar. Kór Glerárkirju leiðir söng undir stjórn Valmars Väljaots. Kvöldguðsþjónusta kl. 20.30 Prestur. Sr. Gunnlaugur Garðarsson. Krossbandið leikur og syngur. Allir velkomnir.

Málþing um kyrrðarstarf 14. febrúar í Glerárkirkju kl. 10-13

Í október s.l. var haldin ráðstefna um kyrrðarstarf í kirkjunni. Erindin sem flutt voru voru tekin upp og nú er búið að gera þau aðgengileg á netinu. Í tilefni þess er boðið til málþing í Glerárkirkju laugardaginn 14. febrúar kl. 10.00-13.00 þar sem horft verður á erindin og rætt svo saman um efni þeirra yfir smá veitingum í lokin (sem seldar verða á vægu verði).

Dr. Gunnlaugur A. Jónsson fjallar um áhrif Davíðssálma á fræðslukvöldi 11. febrúar

Dr. Gunnlaugur A. Jónsson heldur fyrirlestur í Glerárkirkju miðvikudaginn 11. febrúar kl. 20 í tilefni af 200 ára afmælis Hins íslenska biblíufélag sem hann nefnir: Áhrif Davíðssálma í menningu og listum. Í lýsingu á erindinu talar hann um að taka dæmi m.a. listaverk Einars Hákonarsonar "Harpa Davíðs" sem vísar í Sálm 121, sem hefst með orðunum "Ég hef augu mín til fjallanna", á legsteini í kirkjugarði Akureyrar, kvikmyndinni Söngvaseiður (Sound of Music) og íslenskum kveðskap. Allir velkomnir.

Biblían og menningin á fræðslukvöldum í febrúar

Á miðvikudögum í febrúar verða fræðslukvöld um Biblíuna og menninguna í Glerárkirkju kl. 20-22. Fyrsta kvöldið mun dr. Gunnlaugur A. Jónsson, prófessor í Gamla testamentisfræðum og stjórnarmaður í biblíufélaginu, fjalla um Áhrif Davíðssálma í menningu og listum, miðvikudaginn 11. febrúar. Þá verður kvikmyndakvöld 18. febrúar, þar sem skoðuð verða biblíuleg þemu í kvikmyndum og horft á myndina ?The mission? frá 1986 (Ath. byrjað verður kl. 19). Sr. Gunnlaugur Garðarsson mun vera með innleiðingu og umræðu stjórnar sr. Jón Ómar Gunnarsson. Síðasta kvöldið 25. febrúar mun dr. Sigurður Pálsson fjalla um Nýja aðalnámskrá 2013 ? hlutverk kennara, viðbrögð kirkjunnar: Er hætt að kenna biblíusögur í skólum? Allir eru velkomnir.

Sunnudagurinn 8. febrúar

Messa í Glerárkirkju kl. 11:00 Sameiginlegt upphaf í barnastarfi. Prestur Sr. Jón Ómar Gunnarsson. Kór Glerárkirkju leiðir söng. Allir velkomnir.

Sunnudagurinn 1. febrúar

Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11:00 Sr. Jón Ómar Gunnarsson þjónar Barna -og æskulýðskór syngur. Messa kl. 20:30 Prestur: Sr. Jón Ómar Gunnarsson. Kór Glerárkirkju leiðir söng undir stjórn Valmar Väljaots. Allir velkomnir.

Samkoma í samkirkjulegri bænaviku fimmtudaginn 22. jan. kl. 20

Samkoma verður í samkirkjulegri bænaviku í Glerárkirkju fimmtudaginn 22. janúar kl. 20. Hún hefst með lúðrablæstri og tveir kórar syngja, Gospelkór Akureyrar og Kór Glerárkirkju. Fluttir verða nýir söngvar frá Suður-Ameríku en efnið þetta árið var undirbúið í Brasilíu af samkirkjulegri nefnd þar. Þá taka fulltrúar frá kristnum trúfélögum á Akureyri þátt í samkomunni með ritningarlestri og fyrirbæn. Ræðumaður verður sr. Jón Ármann Gíslason, prófastur. Það er dýrmætt og gott samfélag sem hefur skapast í kringum þetta samstarf og bænalíf þegar kirkjudeildirnar koma saman í janúar á hverju ári. Allir eru velkomnir á samkomuna og verður mikið sungið, gleði og lofgjörð.

Sunnudagurinn 25. janúar

Messa kl. 11:00 Sr. Guðmundur Guðmundsson þjónar. Kór Glerárkirkju leiðir söng undir stjórn Valmars Väljaots. Allir velkomnir. Sunnudagskóli kl. 11:00 Sameiginlegt upphaf í messu. Foreldrar og börn velkomin.

Sunnudagurinn 18. janúar,

Sunnudagskóli kl. 11:00 Foreldrar og börn velkomin. Kvöldguðjónusta kl. 20:30 Sr. Gunnlaugur Garðarson þjónar. Krossbandið leiðir söng. Allir velkomnir

Fermingarfræðsla hefst að nýju eftir jólafrí

Fermingarfræðslan í Glerárkirkju hefst að nýju eftir jólafrí 20. janúar n.k.. Fermingarfræðslan fer fram á eftirfarandi tímum: á þriðjudögum kl. 13:30, kl. 14:30 og kl. 15:30. Á miðvikudögum kl. 13:30 og 15:00.