Fréttir

Sunnudagur 15. mars

Messa kl. 11.00 Sr. Jón Ómar Gunnarsson þjónar. Kór Glerárkirkju leiðir söng undir stjórn Valmars Väljaots. Sunnudagskóli kl. 11.00 Foreldrar og börn velkomin. Sunna Kristrún Gunnlaugsdóttir, djákni, leiðir ásamt leiðtogum. Sameiginlegt upphaf messu. Kvöldmessa kl. 20.30 Sr. Jón Ómar Gunnarsson þjónar og Krossbandið leiðir söng.

Sunnudagurinn 8. mars

Messa kl. 11.00 Sr. Gunnlaugur Garðarsson þjónar. Kór Glerárkirkju leiðir söng undir stjórn Valmars Väljaots. Sunnudagskóli kl. 11.00 Sameiginlegt upphaf messu. Gleði, söngur og fjör!

Kyrrðarstarf kirkjunnar - á fræðslukvöldum á miðvikudögum í mars kl. 20-22

Á fyrstu þremur miðvikudagskvöldunum í mars verður kynning og fræðsla á fjölbreyttu kyrrðarstarfi kirkjunnar. Byggir dagskráin á fyrirlestrum á ráðstefnu í Neskirkju haustið 2014 um efnið. Hægt er að hlusta á fyrirlestrana á YouTube en iðkaðar verða andlegar æfingar í pílagrímagöngum, íhugun orðsins, bænabandinu og kyrrðardögum.

Sunnudagur 1. mars - Æskulýðsdagur Þjóðkirkjunnar

Fölskylduguðsþjónusta kl. 11. Sr. Jón Ómar Gunnarsson og Sunna Kristrún Gunnlaugsdóttir, djákni, þjóna. Barna -og æskulýðskór Gerárkirkju leiðir söng undir stjórn Margrétar Árnadóttir og Rósu Tómasdóttur. Foreldrar og börn hjartanlega velkomin. Gleði, söngur og fjör! Kaffihúsakvöld UD Glerá kl. 20. Í tilefni æskulýðsdagsins heldur UD Glerár, æskulýðfélag KFUM og KFUM og Glerárkirkja kvöldvöku og kaffihúsakvöld í Glerárkirkju. Lárus Óskar Sigmundsson, Heimir Ingimarsson og Arnar Scheving spila og leiða söng.

Sunnudagurinn 22. febrúar

Messa kl. 11.00 Sr. Gunnlaugur Garðarsson þjónar og predikar. Kór Glerárkirkju leiðir söng undir stjón Valmar Väljaots. Sunnudagskóli kl. 11.00 Foreldrar og börn hjartanlega velkomin. Gleði, söngur og fjör! Sameiginlegt upphaf í messu

Öskudagur í Glerárkirkju

Í dag er öskudagur og af því tilefni verður öskudagsbænagjörð kl. 12 í Glerárkirkju. Að stundinni lokinni verður hægt að kaupa hádegismat á góður verði. Í kvöld kl. 19 verður fræðslukvöld um biblíuþemu í kvikmyndum. Sr. Gunnlaugur Garðarsson, sóknarprestur, verður ræðumaður kvöldsins. Horft verður á kvikmyndina "The Mission" frá 1986. Athugið að samveran hefst kl. 19.

Sunnudagurinn 15. febrúar

Messa kl. 11.00 Sameiginlegt upphaf í barnastarfi. Sr. Gunnlaugur Garðarsson þjónar. Kór Glerárkirju leiðir söng undir stjórn Valmars Väljaots. Kvöldguðsþjónusta kl. 20.30 Prestur. Sr. Gunnlaugur Garðarsson. Krossbandið leikur og syngur. Allir velkomnir.

Málþing um kyrrðarstarf 14. febrúar í Glerárkirkju kl. 10-13

Í október s.l. var haldin ráðstefna um kyrrðarstarf í kirkjunni. Erindin sem flutt voru voru tekin upp og nú er búið að gera þau aðgengileg á netinu. Í tilefni þess er boðið til málþing í Glerárkirkju laugardaginn 14. febrúar kl. 10.00-13.00 þar sem horft verður á erindin og rætt svo saman um efni þeirra yfir smá veitingum í lokin (sem seldar verða á vægu verði).

Dr. Gunnlaugur A. Jónsson fjallar um áhrif Davíðssálma á fræðslukvöldi 11. febrúar

Dr. Gunnlaugur A. Jónsson heldur fyrirlestur í Glerárkirkju miðvikudaginn 11. febrúar kl. 20 í tilefni af 200 ára afmælis Hins íslenska biblíufélag sem hann nefnir: Áhrif Davíðssálma í menningu og listum. Í lýsingu á erindinu talar hann um að taka dæmi m.a. listaverk Einars Hákonarsonar "Harpa Davíðs" sem vísar í Sálm 121, sem hefst með orðunum "Ég hef augu mín til fjallanna", á legsteini í kirkjugarði Akureyrar, kvikmyndinni Söngvaseiður (Sound of Music) og íslenskum kveðskap. Allir velkomnir.

Biblían og menningin á fræðslukvöldum í febrúar

Á miðvikudögum í febrúar verða fræðslukvöld um Biblíuna og menninguna í Glerárkirkju kl. 20-22. Fyrsta kvöldið mun dr. Gunnlaugur A. Jónsson, prófessor í Gamla testamentisfræðum og stjórnarmaður í biblíufélaginu, fjalla um Áhrif Davíðssálma í menningu og listum, miðvikudaginn 11. febrúar. Þá verður kvikmyndakvöld 18. febrúar, þar sem skoðuð verða biblíuleg þemu í kvikmyndum og horft á myndina ?The mission? frá 1986 (Ath. byrjað verður kl. 19). Sr. Gunnlaugur Garðarsson mun vera með innleiðingu og umræðu stjórnar sr. Jón Ómar Gunnarsson. Síðasta kvöldið 25. febrúar mun dr. Sigurður Pálsson fjalla um Nýja aðalnámskrá 2013 ? hlutverk kennara, viðbrögð kirkjunnar: Er hætt að kenna biblíusögur í skólum? Allir eru velkomnir.