30.11.2011
Bókakaffi verður í Glerárkirkju, miðvikudagskvöldið 30. nóvember kl. 20:00. Þar segir Óskar Guðmundsson frá nýrri
bók sinni um Eyfirðinginn, athafnamanninn, bændaleiðtogann og biskupinn Þórhall Bjarnason. Heitt á könnunni.
18.11.2011
Í haust hefur Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmi staðið fyrir samræðukvöldum um trúna á Krist, guðspjöllin og
nútímann. Kvöldin hafa að jafnaði hafist á tveggja manna tali og svo var einnig miðvikudagskvöldið 16. nóv., en þá ræddu dr.
Ragnheiður Harpa Arnardóttir og sr. Gunnar Jóhannesson um sjöunda kaflann í bók páfa, en sá kafli hefur yfirskriftina ,,Boðskapur
dæmisagnanna“.
Á vef prófastsdæmisins má finna nokkra punkta
úr tveggja manna tali kvöldsins.
15.11.2011
Á aðventu 2010 stendur hópum frá félagasamtökum, vinnustöðum, úr leikskólum og skólum sem fyrr til boða að taka
þátt í skipulagðri dagskrá í Glerárkirkju. Tekið er á móti hópum frá þriðjudeginum 29 nóvember og fram
til mánudagsins 12. desember.
11.11.2011
Á sunnudaginn er kristniboðsdagurinn. Kl. 11:00 verður messa í Glerárkirkju samkvæmt venju. Sr. Guðmundur Guðmundsson þjónar, Karl
Jónas Gíslason kristniboði prédikar og segir frá starfi kristniboðsins. Á sama tíma er barnastarf í safnaðarheimilinu, sameiginlegt
upphaf.
Kl. 20:00 er kvöldguðsþjónusta með krossbandinu. Sr. Arna Ýrr Sigurðardóttir þjónar.
Allir velkomnir.
11.11.2011
Þessar vikurnar stendur Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmi fyrir samræðukvöldum um trúna á Krist, guðspjöllin og
nútímann. Til grundvallar umræðunni liggur bók Joseph Ratzinger „Jesús frá Nasaret“. Síðasta miðvikudagskvöld fór
sjötta umræðukvöldið fram. Á vef prófastsdæmisins er sagt lítillega frá kvöldinu.
Lesa áfram á vef prófastsdæmisins.
09.11.2011
Á vef prófastsdæmisins má nú lesa stutta samantekt af tveggja kvenna tali þeirra Kristínar Ástgeirsdóttur, framkvæmdastýru
Jafnréttisstofu, og sr. Örnu Ýrr Sigurðardóttur, prests í Glerárkirkju, um jafnrétti, menningu og samfélag.
Lesa frétt á vef prófastsdæmisins.
09.11.2011
Æskulýðssamband kirkjunnar í Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmi, í samstarfi við KFUM og KFUK á Norðurlandi stóð
fyrir helgarsamveru undir yfirskriftinni "Guð elskar glaðan gjafara" dagana 5. og 6. nóvember síðastliðinn. Gist var í grunnskólanum á
Ólafsfirði og fór dagskráin fram víða um bæinn. Var það mál manna að Ólafsfirðingar hefðu tekið afskaplega vel
á móti hópnum. Meðal stjórnenda á mótinu voru sr. Sigríður Munda Jónsdóttir, sr. Guðmundur Guðmundsson, Pétur
Björgvin Þorsteinsson, djákni í Glerárkirkju og Jóhann H. Þorsteinsson, sviðsstjóri æskulýðsstarfs KFUM og KFUK.
Skoða myndir frá samverunni.
Skoða frétt á www.625.is.
09.11.2011
Á dögunum fór 15 manna hópur frá Glerárkirkju á landsmót æskulýðsfélaga, en það var haldið á
Selfossi síðustu helgina í október. Alls tóku um 500 ungmenni þátt í mótinu sem var vel heppnað í alla staði.
Landsmótin hafa verið fastur liður í æskulýðsstarfi kirkjunnar um áratuga skeið. Næsta landsmót verður austur á
Héraði í október 2012. Hér á vef Glerárkirkju má nú skoða nokkrar myndir af
ferð okkar á mótið.
08.11.2011
Í dag, 8. nóvember kl. 13:00, verður brugðið út af vananum með hringingu kirkjuklukkna.
07.11.2011
Um þrjú þúsund fermingarbörn í 67 prestaköllum á öllu landinu munu ganga í hús í þessari viku og safna fé
fyrir vatnsverkefni Hjálparstarfs kirkjunnar í Afríku. Við í Glerárkirkju hvetjum fermingarbörn vorsins 2012 til
þess að taka þátt. Gengið verður í hús í Glerárhverfi fimmtudaginn 10. nóvember kl. 18.30 til 21:00, föstudaginn 11.
nóvember kl. 18:30 til 21:00 og laugardaginn 12. nóvember kl. 11:00 til 16:00. Þau fermingarbörn sem vilja taka þátt eru
beðin að mæta á fræðslustund um verkefnið fimmtudaginn 10. nóvember kl. 17:45. Foreldrar eru hvattir til þess að styðja við
fermingarbörnin í þessu verkefni. Börnin ganga í hús tvö og tvö saman eða með foreldri.
Hér á vefnum má skoða stutt kynningarmyndband.