17.01.2012
Fermingarfræðslan á vorönn hefst þriðjudaginn 17. janúar samkvæmt stundaskrá:
Hópur A á þriðjudögum kl. 13:30
Hópur B á þriðjudögum kl. 14:30
Hópur C á þriðjudögum kl. 15:30
Hópur D á miðvikudögum kl. 13:30
Hópur E á miðvikudögum kl. 15:00
Hópur F á fimmtudögum kl. 16:45
Sjá nánar hér.
03.01.2012
Þessa dagana er Marína Ósk Þórólfsdóttir sem mun stjórna bæði Barnakór Glerárkirkju og
Æskulýðskór Glerárkirkju á vorönn, að leggja lokahönd á undirbúning kórastarfsins. Æfingatímar verða
auglýstir hér á vefnum og í Dagskránni miðvikudaginn 11. janúar næstkomandi, en æfingar hefjast um miðjan janúar. Nánari
upplýsingar gefur Marína Ósk í síma 847 7910.
01.01.2012
Hjá okkur sem stöndum á bryggjunni í dag, eru tilfinningarnar varðandi sjóferðina sem framundan er
væntanlega blendnar. Í gærkvöld komum við að bryggju að lokinni sjóferð í gegnum árið 2011.
Úr prédikun sem undirritaður flutti í dag í messu í Glerárkirkju. Áhugasamir geta lesið
hana á trú.is.
31.12.2011
13 ungmenni hafa starfað í Glerárkirkju sem sjálfboðaliðar í 6 mánuði eða lengur hvert þeirra. Þau eiga það sameiginlegt
að hafa ákveðið að taka sér hlé frá námi eða vinnu í heimalandinu og gefa Glerárkirkju nokkra mánuði í
sjálfboðnu starfi. Áhrif þeirra á starfið eru örugglega meiri en við áttum okkur á. Nú þegar matsfundur um starf
sjálfboðaliðanna er framundan er við hæfi að bjóða upp á áramótakrossgátu hér á vefnum þar sem verkefnið er
að skrifa nöfn allra þrettán ungmennanna inn í krossgátuna. Góða skemmtun.
Krossgáta til útprentunar - Kíkja á upplýsingasíðu þar
sem nöfnin er að finna.
29.12.2011
Þann 18. febrúar næstkomandi er von á flestum fyrrverandi EVS sjálfboðaliðum Glerárkirkju ásamt fulltrúum sendisamtaka þeirra til
fundar í Glerárkirkju. Allt frá árinu 2006 hefur æskulýðsstarf Glerárkirkju verið virkt sem svonefnd móttökusamtök fyrir
sjálfboðaliða. Og nú er komið að því að meta verkefnið og spyrja hvernig hafi tekist til og hvað megi gera betur. Þær rúmu
tvær milljónir sem kirkjan fær til verkefnisins munu koma þar að góðum notum.
28.12.2011
Samherji hf. boðaði til móttöku síðdegis í dag í KA-heimilinu á Akureyri og afhenti við það tækifæri styrki til
ýmissa samfélagsverkefna á Eyjafjarðarsvæðinu upp á 75 milljónir króna. Þar af fékk æskulýðsstarf
Glerárkirkju eina milljón króna. Við í Glerárkirkju þökkum kærlega fyrir okkur.
Sjá nánar í frétt á
vikudagur.is.
28.12.2011
Hér á vefnum má nálgast áætlun um helgihald í Glerárkirkju 2012 - birt
með fyrirvara um breytingar.
28.12.2011
Á síðustu árum hefur það færst í vöxt að fólk vilji vera tímanlega í því að undirbúa
fermingardagana. Til þess að koma til móts við þær fjölskyldur höfum við í Glerárkirkju nú um árabil birt upplýsingar
um fermingardagana í Glerárkirkju með rúmlega árs fyrirvara. Hér koma upplýsingar um fermingar í Glerárkirkju árið 2013.
21.12.2011
Helgihald í Glerárkirkju um jól og áramót
31. desember -
Gamlársdagur
Kl. 18:00 - Aftansöngur
Sr. Guðmundur Guðmundsson, héraðsprestur, þjónar. Félagar úr Kór Glerárkirkju syngja undir
stjórn Valmars Väljaots.
1. janúar 2012 -
Nýársdagur
Kl. 14:00 - Hátíðarmessa
Sr. Gunnlaugur Garðarsson þjónar. Pétur Björgvin Þorsteinsson, djákni, predikar. Félagar úr Kór
Glerárkirkju syngja undir stjórn Valmars Väljaots.
Prestar, starfsfólk og sóknarnefnd Glerárkirkju óska
bæjarbúum gleðilegra jóla og Guðs blessunar á nýju ári.