Fréttir

58 biskupsatkvæði í prófastsdæminu

Aldrei áður hafa jafn margir haft kosningarétt við biskupskjör. Áhugavert er að rýna í hvernig atkvæði skiptast milli prófastsdæma, þó landið sé vissulega eitt kjördæmi. Í Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmi er hlutfall atkvæðamagns mjög svipað og hlutfall þjóðkirkjufólks sem býr á svæðinu, eða um það bil 11% á landsvísu. Lesa pistil á trú.is.

Opinn kynningarfundur - æskulýðsstarfið og erlent tengslanet sjálfboðaliðasamtaka

Katharina, Susi, Yvonne, Martin, Eva, Christina, Jule, Maike, Klaudia og Marta voru öll sjálfboðaliðar í hálft ár eða lengur í Glerárkirkju, á Krógabóli, Sunnubóli eða Síðuseli. Á árunum 2006 til 2011 komu þau frá heimili sínu erlendis og dvöldu með okkur. Fyrir það erum við þakklát. Nú eru þau aftur í heimsókn hjá okkur því við viljum leggja mat á verkefnið og gera gott æskulýðsstarf enn betra. Sunnudaginn 19. febrúar er sérstök kynningardagskrá:

Myndir frá æfingu Kórs Glerárkirkju

Hér á vef Glerárkirkju má skoða nokkrar myndir frá æfingum Kórs Glerárkirkju, sunnudaginn 12. febrúar 2012. Skoða myndir.

Guðleg vídd tilverunnar

Þessar vikurnar stendur Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmi ásamt Glerárkirkju fyrir samræðukvöldum um vegferð trúarinnar. Miðvikudagskvöldið 15. febrúar er fengist við hina guðlegu vídd tilverunnar. Innlegg og viðtal: Sr. Guðmundur Guðmundsson, héraðsprestur, hann ræðir við Katrínu Ásgrímsdóttur, framkvæmdastjóra Sólskóga.

Kynning á barnabókasetri á foreldramorgni 9. febrúar

Fimmtudaginn 9. febrúar kemur góður gestur í heimsókn á foreldramorgunn. Nanna Lind frá Amtsbókasafninu á Akureyri mun kynna í máli og myndum, nýstofnað Barnabókasetur sem staðsett er á Amtsbókasafninu.  Hér má finna umfjöllun um Barnabókasetrið

Umræðukvöldin hefjast í kvöld

Í kvöld, miðvikudagskvöldið 8. febrúar hefjast umræðukvöldin sem verða í Glerárkirkju í alls átta miðvikudagskvöld í febrúar og mars. Því miður er Kristinn Ólason forfallaður, en sr. Gunnlaugur Garðarsson mun vera með opnunarerindi og sagt verður frá fyrirhugaðri dagskrá framundan. Sjá nánar hér á vefnum.

Fundir með foreldrum fermingarbarna 12. og 19. febrúar

Foreldrar barna sem fermast í Glerárkirkju vorið 2012 eru boðaðir til foreldrafunda 12. og 19. febrúar eins og fram kemur í bréfi frá prestum sem send eru heim með börnunum að loknum fræðslustundum þessa vikuna. Bréfið er einnig aðgengilegt hér á heimasíðu kirkjunnar.

Tilviljun? í heimsókn - myndir

Þemaviku fermingarbarna lauk með heimsókn frá hljómsveitinni Tilviljun? í Glerárkirkju, sunnudaginn 5. febrúar 2012. Hljómsveitin sá um tónlistina í fjölskylduguðsþjónustu kl. 11:00 ásamt Barnakór Glerárkirkju og Æskulýðskór Glerárkirkju, en kórunum stjórnar Marína Ósk. Um kvöldið var svo guðsþjónustu kl. 20:00 þar sem nokkur fermingarbörn tóku lagið með hljómsveitinni. Við þökkum Tilviljun? kærlega fyrir komuna og öllum fyrir þátttökuna. Hér á vef kirkjunnar eru nokkrar myndir frá deginum. Fleiri myndir má skoða á: flickr.com

Sunnudagurinn 5. febrúar

Fjölskylduguðsþjónusta og barnastarf kl. 11:00 Hljómsveitin Tilviljun? sér um tónlist og söng ásamt Barnakór Glerárkirkju og Æskulýðskór Glerárkirkju, en kórarnir koma fram undir stjórn Marínu Óskar Þórólfsdóttur. Kvöldguðsþjónusta klukkan 20:00. Fermingarbörn taka virkan þátt. Hljómsveitin Tilviljun? sér um tónlistina ásamt fermingarbörnum.

Fermingardagar árið 2012

Foreldrar fermingarbarna er vinsamlegast beðnir að senda inn endanlega dagsetningu á fermingardegi. Reglan er sú að börnin eru skráð á fermingardag með sínum bekk nema annað sé tekið fram. Foreldrar þurfa sem sagt ekki að hafa samband ef börnin eiga að fermast á þeim degi sem þeirra bekkur er skráður.  Þið sem þurfið að breyta um fermingardag, vinsamlegast látið vita fyrir öskudag, 22. febrúar nk. Best er að koma breytingum til sr. Örnu, á arna@glerarkirkja.is Hér má finna fermingardaga í Glerárkirkju árið 2012