27.02.2012
Ég gleðst yfir jöfnu kynjahlutfalli á æskulýðsmóti. Ég gleðst yfir prestum, djáknum, æskulýðsfulltrúum,
starfsfólki í mötuneyti ... En fyrst og fremst gleðst ég yfir Drottni mínum sem segir: ,,Náð mín nægir þér".
Lesa pistil djákna á trú.is.
27.02.2012
Pétur Halldórsson ræðir við Pétur Björgvin Þorsteinsson, formann Akureyrarakademíunnar, Evrópufræðing og djákna í
Glerárkirkju. Pétur Björgvin segir frá evrópskum sjálfboðaliðum sem hafa starfað við Glerárkirkju undanfarið, námi
sínu í Evrópufræðum, starfi djáknans, starfi Akureyrarakademíunnar og fleiru.
Hlusta á upptöku á RÚV.
27.02.2012
Fyrir þau ykkar sem ekki komust á kynningarfundi fyrir foreldra fermingarbarna koma hér eftirfarandi upplýsingar:
Börnin þurfa að skila verkefnabók, sem samanstendur af svörum við spurningum aftast í köflunum í ,,Líf með Jesú" Þessa
verkefnabók tökum við í síðasta kennslutímanum í lok mars. Þau þurfa einnig að mæta í lágmark 7 messur, ef
þau hafa farið í messu í einhverri annarri kirkju en Glerárkirkju í vetur, t.d. um jólin, þá er það hið besta mál og
við reiknum það inn í messufjöldann.
Æfingar fyrir ferminguna verða sem hér segir:
26.02.2012
Nú um helgina var æskulýðsmót á Hrafnagili. Hér má sjá nokkrar
myndir.
22.02.2012
Vegferð trúarinnar er yfirskrift fræðslukvölda sem nú standa yfir í Glerárkirkju. Miðvikudagskvöldið 15. febrúar flutti sr.
Guðmundur Guðmundsson, héraðsprestur erindi. Dagskráin heldur áfram á miðvikudagskvöldum út marsmánuð.Sjá nánar hér.
25.02.2012
Fermingarbörnum sem og þeim unglingum sem taka þátt í æskulýðsstarfi Glerárkirkju býðst nú að taka þátt
í Hæfileikakeppni Norður- og Austurlands sem fer fram í Akureyrarkirkju, laugardaginn 25. febrúar kl. 19:30. Þar mætast krakkar úr kirkjum af
svæðinu, eiga saman skemmtilegt kvöld og sum fara heim með verðlaun!
16.02.2012
Vegferð trúarinnar er yfirskrift fræðslukvölda sem nú standa yfir í Glerárkirkju. Miðvikudagskvöldið 8. febrúar flutti sr.
Gunnlaugur Garðarsson, sóknarprestur í Glerárkirkju upphafserindi. Dagskráin heldur áfram á miðvikudagskvöldum út
marsmánuð.Sjá nánar hér.
16.02.2012
Samvera eldri borgara verður í safnaðarsal Glerárkirkju, fimmtudaginn 16. febrúar kl. 15:00. Þar mun Bjarni Guðleifsson,
náttúrufræðingur á Möðruvöllum segja frá sr. Páli Jónssyni í Viðvík, presti á Myrká.
Allir velkomnir, kaffiveitingar á vægu verði. Rúta frá Lindarsíðu kl. 14:45.
19.02.2012
Messa kl. 11. Sr. Arna Ýrr Sigurðardóttir þjónar ásamt Ralf Dörr, djákna. Kór Glerárkirkju leiðir söng, Marína
Ósk Þórólfsdóttir leikur á flautu. Erlendir gestir á vegum Evrópu unga fólksins taka þátt í messunni með lestrum
og bænagjörð.
Sunnudagaskóli í safnaðarheimili kl. 11. Sameiginlegt upphaf í messu. Allir velkomnir.
Kvöldguðsþjónusta kl. 20. Sr. Arna Ýrr Sigurðardóttir þjónar, Krossbandið leiðir söng. Að guðsþjónustu
lokinni er kynningarfundur fyrir foreldra fermingarbarna í safnaðarheimili.
19.02.2012
Síðari kynningarfundur fyrir foreldra fermingarbarna er nk. sunnudag, 19. febrúar. Hann hefst strax að lokinni kvöldguðsþjónustu sem byrjar kl. 20.
Þeir foreldrar fermingarbarna sem ekki komust á fyrri kynningarfundinn eru hvattir til að koma, umræðuefnið er fyrst og fremst tímasetningar og fyrirkomulag
fermingarinnar og því mikilvægt að allir séu upplýstir.