25.02.2012
Fermingarbörnum sem og þeim unglingum sem taka þátt í æskulýðsstarfi Glerárkirkju býðst nú að taka þátt
í Hæfileikakeppni Norður- og Austurlands sem fer fram í Akureyrarkirkju, laugardaginn 25. febrúar kl. 19:30. Þar mætast krakkar úr kirkjum af
svæðinu, eiga saman skemmtilegt kvöld og sum fara heim með verðlaun!
16.02.2012
Vegferð trúarinnar er yfirskrift fræðslukvölda sem nú standa yfir í Glerárkirkju. Miðvikudagskvöldið 8. febrúar flutti sr.
Gunnlaugur Garðarsson, sóknarprestur í Glerárkirkju upphafserindi. Dagskráin heldur áfram á miðvikudagskvöldum út
marsmánuð.Sjá nánar hér.
16.02.2012
Samvera eldri borgara verður í safnaðarsal Glerárkirkju, fimmtudaginn 16. febrúar kl. 15:00. Þar mun Bjarni Guðleifsson,
náttúrufræðingur á Möðruvöllum segja frá sr. Páli Jónssyni í Viðvík, presti á Myrká.
Allir velkomnir, kaffiveitingar á vægu verði. Rúta frá Lindarsíðu kl. 14:45.
19.02.2012
Messa kl. 11. Sr. Arna Ýrr Sigurðardóttir þjónar ásamt Ralf Dörr, djákna. Kór Glerárkirkju leiðir söng, Marína
Ósk Þórólfsdóttir leikur á flautu. Erlendir gestir á vegum Evrópu unga fólksins taka þátt í messunni með lestrum
og bænagjörð.
Sunnudagaskóli í safnaðarheimili kl. 11. Sameiginlegt upphaf í messu. Allir velkomnir.
Kvöldguðsþjónusta kl. 20. Sr. Arna Ýrr Sigurðardóttir þjónar, Krossbandið leiðir söng. Að guðsþjónustu
lokinni er kynningarfundur fyrir foreldra fermingarbarna í safnaðarheimili.
19.02.2012
Síðari kynningarfundur fyrir foreldra fermingarbarna er nk. sunnudag, 19. febrúar. Hann hefst strax að lokinni kvöldguðsþjónustu sem byrjar kl. 20.
Þeir foreldrar fermingarbarna sem ekki komust á fyrri kynningarfundinn eru hvattir til að koma, umræðuefnið er fyrst og fremst tímasetningar og fyrirkomulag
fermingarinnar og því mikilvægt að allir séu upplýstir.
15.02.2012
Aldrei áður hafa jafn margir haft kosningarétt við biskupskjör. Áhugavert er að rýna í hvernig atkvæði skiptast milli
prófastsdæma, þó landið sé vissulega eitt kjördæmi. Í Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmi er hlutfall
atkvæðamagns mjög svipað og hlutfall þjóðkirkjufólks sem býr á svæðinu, eða um það bil 11% á
landsvísu.
Lesa pistil á trú.is.
19.02.2012
Katharina, Susi, Yvonne, Martin, Eva, Christina, Jule, Maike, Klaudia og Marta voru öll sjálfboðaliðar í hálft ár eða lengur í Glerárkirkju,
á Krógabóli, Sunnubóli eða Síðuseli. Á árunum 2006 til 2011 komu þau frá heimili sínu erlendis og dvöldu með
okkur. Fyrir það erum við þakklát. Nú eru þau aftur í heimsókn hjá okkur því við viljum leggja mat á verkefnið
og gera gott æskulýðsstarf enn betra. Sunnudaginn 19. febrúar er sérstök kynningardagskrá:
12.02.2012
Hér á vef Glerárkirkju má skoða nokkrar myndir frá æfingum Kórs Glerárkirkju, sunnudaginn 12. febrúar 2012.
Skoða myndir.
12.02.2012
Þessar vikurnar stendur Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmi ásamt Glerárkirkju fyrir samræðukvöldum um vegferð trúarinnar.
Miðvikudagskvöldið 15. febrúar er fengist við hina guðlegu vídd tilverunnar. Innlegg og viðtal: Sr. Guðmundur Guðmundsson, héraðsprestur,
hann ræðir við Katrínu Ásgrímsdóttur, framkvæmdastjóra Sólskóga.
08.02.2012
Fimmtudaginn 9. febrúar kemur góður gestur í heimsókn á foreldramorgunn. Nanna Lind frá Amtsbókasafninu á Akureyri mun kynna í
máli og myndum, nýstofnað Barnabókasetur sem staðsett er á Amtsbókasafninu.
Hér má finna umfjöllun um Barnabókasetrið