Fréttir

HÆNA

Fermingarbörnum sem og þeim unglingum sem taka þátt í æskulýðsstarfi Glerárkirkju býðst nú að taka þátt í Hæfileikakeppni Norður- og Austurlands sem fer fram í Akureyrarkirkju, laugardaginn 25. febrúar kl. 19:30. Þar mætast krakkar úr kirkjum af svæðinu, eiga saman skemmtilegt kvöld og sum fara heim með verðlaun!

Fræðslukvöld á miðvikudagskvöldum - upphafserindi

Vegferð trúarinnar er yfirskrift fræðslukvölda sem nú standa yfir í Glerárkirkju. Miðvikudagskvöldið 8. febrúar flutti sr. Gunnlaugur Garðarsson, sóknarprestur í Glerárkirkju upphafserindi. Dagskráin heldur áfram á miðvikudagskvöldum út marsmánuð.Sjá nánar hér.

Samvera eldri borgara 16. febrúar

Samvera eldri borgara verður í safnaðarsal Glerárkirkju, fimmtudaginn 16. febrúar kl. 15:00. Þar mun Bjarni Guðleifsson, náttúrufræðingur á Möðruvöllum segja frá sr. Páli Jónssyni í Viðvík, presti á Myrká. Allir velkomnir, kaffiveitingar á vægu verði. Rúta frá Lindarsíðu kl. 14:45.

Helgihald í Glerárkirkju sunnudaginn 19. febrúar

Messa kl. 11. Sr. Arna Ýrr Sigurðardóttir þjónar ásamt Ralf Dörr, djákna. Kór Glerárkirkju leiðir söng, Marína Ósk Þórólfsdóttir leikur á flautu. Erlendir gestir á vegum Evrópu unga fólksins taka þátt í messunni með lestrum og bænagjörð.  Sunnudagaskóli í safnaðarheimili kl. 11. Sameiginlegt upphaf í messu. Allir velkomnir. Kvöldguðsþjónusta kl. 20. Sr. Arna Ýrr Sigurðardóttir þjónar, Krossbandið leiðir söng. Að guðsþjónustu lokinni er kynningarfundur fyrir foreldra fermingarbarna í safnaðarheimili. 

Síðari foreldrafundur fermingarbarna er á sunnudaginn

Síðari kynningarfundur fyrir foreldra fermingarbarna er nk. sunnudag, 19. febrúar. Hann hefst strax að lokinni kvöldguðsþjónustu sem byrjar kl. 20. Þeir foreldrar fermingarbarna sem ekki komust á fyrri kynningarfundinn eru hvattir til að koma, umræðuefnið er fyrst og fremst tímasetningar og fyrirkomulag fermingarinnar og því mikilvægt að allir séu upplýstir. 

58 biskupsatkvæði í prófastsdæminu

Aldrei áður hafa jafn margir haft kosningarétt við biskupskjör. Áhugavert er að rýna í hvernig atkvæði skiptast milli prófastsdæma, þó landið sé vissulega eitt kjördæmi. Í Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmi er hlutfall atkvæðamagns mjög svipað og hlutfall þjóðkirkjufólks sem býr á svæðinu, eða um það bil 11% á landsvísu. Lesa pistil á trú.is.

Opinn kynningarfundur - æskulýðsstarfið og erlent tengslanet sjálfboðaliðasamtaka

Katharina, Susi, Yvonne, Martin, Eva, Christina, Jule, Maike, Klaudia og Marta voru öll sjálfboðaliðar í hálft ár eða lengur í Glerárkirkju, á Krógabóli, Sunnubóli eða Síðuseli. Á árunum 2006 til 2011 komu þau frá heimili sínu erlendis og dvöldu með okkur. Fyrir það erum við þakklát. Nú eru þau aftur í heimsókn hjá okkur því við viljum leggja mat á verkefnið og gera gott æskulýðsstarf enn betra. Sunnudaginn 19. febrúar er sérstök kynningardagskrá:

Myndir frá æfingu Kórs Glerárkirkju

Hér á vef Glerárkirkju má skoða nokkrar myndir frá æfingum Kórs Glerárkirkju, sunnudaginn 12. febrúar 2012. Skoða myndir.

Guðleg vídd tilverunnar

Þessar vikurnar stendur Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmi ásamt Glerárkirkju fyrir samræðukvöldum um vegferð trúarinnar. Miðvikudagskvöldið 15. febrúar er fengist við hina guðlegu vídd tilverunnar. Innlegg og viðtal: Sr. Guðmundur Guðmundsson, héraðsprestur, hann ræðir við Katrínu Ásgrímsdóttur, framkvæmdastjóra Sólskóga.

Kynning á barnabókasetri á foreldramorgni 9. febrúar

Fimmtudaginn 9. febrúar kemur góður gestur í heimsókn á foreldramorgunn. Nanna Lind frá Amtsbókasafninu á Akureyri mun kynna í máli og myndum, nýstofnað Barnabókasetur sem staðsett er á Amtsbókasafninu.  Hér má finna umfjöllun um Barnabókasetrið