30.01.2012
Hljómsveitin Tilviljun? kom nýverið fram á tónleikum í Neskirkju. Þar var þetta myndband gert. Endilega skoðið það og kynnist
hljómsveitinni sem verður í heimsókn í Glerárkirkju næstkomandi sunnudag.
30.01.2012
Þessa vikuna er þemavika fermingarbarna í Glerárkirkju. Í boði er fjölbreytt dagskrá sem vert er að kynna sér.
30.01.2012
Ég gleðst yfir kirkjunni minni, já ég hreinlega elska hana. Þar er frábært starf, frábært fólk.
Ég vil ekki týna gleðinni þó það gefi á bátinn.
Lesa mánudagspistil á trú.is.
29.01.2012
Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmi í samstarfi við Glerárkirkju stendur fyrir samræðukvöldum eins og undanfarin misseri. Tilgangurinn
með þeim er að skapa vettvang til samtals um kirkju og kristni og er öllum sem áhuga hafa velkomið að taka þátt í samtalinu.
Nánari upplýsingar um samræðukvöldin má finna hér á vef kirkjunnar.
29.01.2012
Sr. Arna Ýrr Sigurðardóttir þjónar, félagar úr Kór Glerárkirkju leiða almennan söng. Allir velkomnir.
Barnastarf í safnaðarheimili á sama tíma, sameiginlegt upphaf í messu.
01.02.2012
Krökkum úr fimmta, sjötta og sjöunda bekk stendur til boða að taka þátt í ttt-vinaklúbbnum alla miðvikudaga frá 16:00 til 17:30.
Umsjón hafa Anna Dúa, Magnús, Andri, Ragnheiður og Stefanía Tara. Endilega látið sjá ykkur, það er velkomið að prufa.
Þátttaka er ókeypis, nema þegar farið er í ferðalög, þá þarf að greiða smá þátttökugjald.
26.01.2012
Átt þú barn í fyrsta til fjórða bekk? Tekur það þátt í tómstundastarfi? Eða ertu að leita að stað þar
sem barnið þitt getur notið sín, tekið þátt í leikjum, sungið og velt lífinu, tilverunni og Guði fyrir sér? Kynntu þér
Kirkjuklúbbinn!
25.01.2012
Í tilefni af alþjóðlegri bænaviku kristinna kirkna er samkoma í kvöld (miðvikudagskvöldið 25. janúar) í Glerárkirkju.
Samkoman hefst kl. 20:00. Þar mun Gospelkór Akureyrar syngja og leiða almennan söng undir stjórn Marínu Óskar Þórólfsdóttur og
fulltrúar kristinna samfélaga á Akureyri lesa ritningarlestra og bænir. Sr. Arna Ýrr Sigurðardóttir, prestur í Glerárkirkju leiðir
stundina.
25.01.2012
Hádegissamverur á miðvikudögum eru fastur liður í helgihaldinu í Glerárkirkju. Hvern miðvikudag klukkan tólf hittast 20 til 30 manns
í kirkjunni til bænagjörðar og altarisgöngu. Allir eru hjartanlega velkomnir.
24.01.2012
Kristilega hljómsveitin Tilviljun? verður ásamt fermingarbörnunum sjálfum í aðalhlutverki í þemaviku fermingarbarna sem hefst
þriðjudaginn 25. janúar næstkomandi og endar með fjölbreyttri dagskrá sunnudaginn 5. febrúar. Þátttaka er valfrjáls, en foreldrar eru
beðnir að hvetja börn sín til þátttöku. Nánari upplýsingar gefur Pétur Björgvin djákni í síma 864, 8451, en
yfirlit yfir dagskrána er að finna hér á síðunni: