02.10.2011
Boðið verður upp á átta samræðukvöld í Glerárkirkju í október og nóvember á miðvikudagskvöldum kl. 20:00.
Þar verður lögð áhersla á samtalið. Hvert kvöld fær kirkjan tvo einstaklinga til liðs við sig og taka þeir upp tveggja manna tal um efni
kvöldsins. Fyrsta kvöldið verður 5. október. Þar munu Jón og sr. Jón (Jón Valur Jensson og sr. Jón Ármann Gíslason)
ræða um hinn sögulega Jesú. Að loknu kaffihléi eru þátttakendur hvattir til að blanda sér í samtalið.
Skoða auglýsingu - Lesa meira
á vef prófastsdæmisins - Prenta út bækling.
01.10.2011
Miðvikudagskvöldið 28. september var boðið upp á fræðslu í safnaðarheimili Glerárkirkju um listakonuna á bak við
biblíumyndirnar sem þar eru nú til sýnis. Hér að ofan má horfa á fræðsluna aftur.
29.09.2011
Laugardaginn 24. september var aðalfundur Hjálparstarfs kirkjunnar 2011 haldinn í safnaðarheimili Grensáskirkju. Helstu fréttir af fundinum eru þær
að Þorsteinn Pálsson stjórnarformaður Hjálparstarfsins kvaddi eftir 5 ára farsæla stjórnarsetu á erfiðum tímum. Ingibjörg
Pálmadóttir var kosinn nýr formaður á fundinum. Þá var ný skipulagsskrá samþykkt á fundinum.
Sjá nánar á vef prófastsdæmisins.
29.09.2011
Fimmtudaginn 29. september er að venju foreldramorgunn frá 10:00 til 12:00. Að þessu sinni fáum við góðan gest. Sigrún Magna
Þórsteinsdóttir, organisti við Akureyrarkirkju, kemur og kynnir krílanámskeiðin sem hún sér um, en námskeiðin eru vel til þess
fallin að róa huga foreldra sem barna við yndisljúfan söng og hreyfingu. Það eru allir velkomnir á foreldramorgna í Glerárkirkju með
ungabörnin. Morgunverður á vægu verði.
28.09.2011
Þessa dagana stendur yfir sýning í Glerárkirkju á eftirprentunum af biblíumyndum sem notaðar voru við kennslu í skólum bæjarins
hér áður fyrr. Höfundur flestra þeirra er Elsie Anna Wood (1887 - 1978). Miðvikudagskvöldið 28. september kl. 20:00 verður fræðslukvöld um
listamanninn og myndirnar í Glerárkirkju.
Þeim sem ekki eiga heimangengt gefst nú þegar kostur á að:
Skoða glærur kvöldsins og lesa erindi
kvöldsins.
26.09.2011
Það er dýrmætt að heyra í foreldrum sem er það hjartans mál að börnin þeirra sæki sunnudagaskóla. Sumir foreldrar eiga
ekki heimangengt. Þá er gott að eiga nágranna, vinkonu eða vin, sem grípur börnin með í sunnudagaskólann.
Lesa áfram á trú.is.
25.09.2011
Sunnudaginn 25. september kl. 11:00 er fjölskylduguðsþjónusta í Glerárkirkju. Sr. Gunnlaugur Garðarsson sóknarprestur þjónar ásamt
Pétri Björgvin Þorsteinssyni, djákna. Barnakór Glerárkirkju leiðir söng. Barnastarf á sama tíma í safnaðarsal - sameiginlegt
upphaf í guðsþjónustunni. Að guðsþjónustu lokinni er fundur fyrir fermingarbörn og foreldra í safnaðarsal.
23.09.2011
Endilega skoðið þetta kynningarmyndband um landsmót æskulýðsfélaga. Krökkum sem taka þátt í MeM námskeiði
Glerárkirkju stendur til boða að fara með Glerárkirkju á þetta mót!
23.09.2011
Safnaðarblaði Glerárkirkju var dreift í gær í öll hús í 603 Akureyri. Einnig má nálgast blaðið sem pdf-skjal hér
á vef Glerárkirkju. Í blaðinu er m.a. að finna kynningu á mannréttindanámskeiði fyrir unglinga, pistil um starf Kórs Glerárkirkju,
kynningu á samræðukvöldum sem verða í október og nóvember og sagt frá öllum helstu starfsþáttum kirkjunnar.
Skoða blaðið sem pdf-skjal.
22.09.2011
Samvera eldri borgara var vel sótt í dag í Glerárkirkju en um 60 manns áttu saman notalega stund og hlýddu á ljóðskáld úr
ljóðahópi Gjábakka frá Kópavogi flytja frumsamið efni. Næstu samverur eldri borgara í Glerárkirkju verða eftirfarandi fimmtudaga:
13. október / 17. nóvember / 15. desember.
Skoða myndir.