Fréttir

Fermingarfræðslan hefst síðari hluta septembermánaðar

Stefnt er að því að hefja fermingarfræðslu í Glerárkirkju í seinni hluta septembermánaðar. Fermingarbörn og foreldrar munu fá nánari upplýsingar þar að lútandi í bréfi fljótlega. Einnig verður þetta auglýst hér á netinu og í Dagskránni. Hægt er að senda fyrirspurnir á arna@glerarkirkja.is og gunnlaugur@glerarkirkja.is

Hádegissamverur, foreldramorgnar og 12 spora starf hefst brátt

12 spora starfið hefst mánudaginn 12. september með kynningarfundi. Hádegissamverurnar hefjast miðvikudaginn 14. september og foreldramorgnarnir fimmtudaginn 15. september. Allt verður þetta nánar auglýst í næstu viku, bæði hér á netinu og í Dagskránni. Fylgist með:)

Sunnudagaskólinn í Glerárkirkju hefst 18. september

Barnastarfið samhliða sunnudagsmessum í Glerárkirkju hefst sunnudaginn 18. september. Svipað fyrirkomulag verður á barnastarfinu í vetur og verið hefur. Sameiginlegt upphaf er í messunni en þátttakendur í barnastarfinu hverfa svo fljótlega úr kirkjunni og yfir í safnaðarsalinn. Mikil áhersla verður lögð á söng og lifandi sögur.

Síðasta kvöldmessa sumarsins

Kvöldmessa verður sunnudagskvöldið 4. september kl. 20:30. Sr. Gunnlaugur Garðarsson þjónar, félagar úr Kór Glerárkirkju leiða almennan söng. Molasopi er í boði eftir messu. Allir velkomnir. Þetta er síðasta kvöldmessa sumarsins, sunnudaginn 11. september munum við breyta yfir í vetrartakt með messu kl. 11. 

Vímuvarnastefna þjóðkirkjunnar - hver er staðan?

Sóknarnefndarkonu úr höfuðborginni þykja skrif mín þjóna litlum tilgangi. Á meðan djáknar, prestar og aðrir starfsmenn kirkjunnar mæti bara eftir pöntun væru orð í ræðu og riti hjákátleg. Vímuvarnastefna kirkjunnar væri þar gott dæmi. Lesa pistil á trú.is.

Kvöldmessa sunnudaginn 28. ágúst

Kvöldmessa verður kl. 20:30 sunnudaginn 28. ágúst. Sr. Arna Ýrr Sigurðardóttir þjónar, félagar úr Kór Glerárkirkju leiða almennan söng. Allir velkomnir. Molasopi eftir messu.

Samræðukvöld um trúna á Krist, guðspjöllin og nútímann

Áhugafólk um kristni og samfélag er hvatt til að taka miðvikudagskvöldin í október og nóvember frá. Á hverju miðvikudagskvöldi þá tvo mánuði verða samræðukvöld í Glerárkirkju í samstarfi við Eyjafjarðarprófastsdæmi um trúna á Krist, guðspjöllin og nútímann. Í umræðu kvöldanna verður meðal annars stuðst við bók páfa ,,Jesús frá Nasaret"

Hjálparstarfið aðstoðar efnaminni foreldra framhaldsskólanema

„Umsóknum um aðstoð til efnaminni foreldra framhaldsskólabarna til greiðslu á skólagjöldum og skólabókum hefur fjölgað þó nokkuð,“ segir Vilborg Oddsdóttir, félagsráðgjafi hjá Hjálparstarfi kirkjunnar í frétt á mbl.is í dag. Um leið og við bendum á þessa frétt minnum við í Glerárkirkju á viðtalstímana í kirkjunni þriðjudaga til föstudaga frá 11:00 til 12:00, en á þeim tíma er hægt að sækja um aðstoð frá hjálparstarfinu, eða hafa samband og ganga frá því að komið sé á öðrum tíma. Þeim sem hafa tök á því að styðja hjálparstarfið er bent á vefsíðuna framlag.is.

Skráning í Barnakór Glerárkirkju

Hjördís Eva Ólafsdóttir kórstjóri Barnakórs Glerárkirkju tekur við skráningum í kórinn mánudaginn 29. ágúst næstkomandi milli kl. 15:00 og 16:00. Æfingar kórsins verða á mánudögum milli þrjú og fjögur. Öll börn úr fyrsta til fimmta bekk eru hjartanlega velkomin í Barnakór Glerárkirkju.

Víðförli kominn út

Víðförli er fréttabréf Þjóðkirkjunnar sem kemur út reglulega sem vefrit. Þann 20. ágúst sl. kom út nýtt tölublað. Hægt er að nálgast blaðið og gerast áskrifandi (ókeypis) á vefslóðinni: http://kirkjan.is/utgafa/vidforli/ . Ef smellt er á myndina hér til hægri opnast nýjasta tölublaðið.