Fréttir

Kvöldmessa sunnudaginn 28. ágúst

Kvöldmessa verður kl. 20:30 sunnudaginn 28. ágúst. Sr. Arna Ýrr Sigurðardóttir þjónar, félagar úr Kór Glerárkirkju leiða almennan söng. Allir velkomnir. Molasopi eftir messu.

Samræðukvöld um trúna á Krist, guðspjöllin og nútímann

Áhugafólk um kristni og samfélag er hvatt til að taka miðvikudagskvöldin í október og nóvember frá. Á hverju miðvikudagskvöldi þá tvo mánuði verða samræðukvöld í Glerárkirkju í samstarfi við Eyjafjarðarprófastsdæmi um trúna á Krist, guðspjöllin og nútímann. Í umræðu kvöldanna verður meðal annars stuðst við bók páfa ,,Jesús frá Nasaret"

Hjálparstarfið aðstoðar efnaminni foreldra framhaldsskólanema

„Umsóknum um aðstoð til efnaminni foreldra framhaldsskólabarna til greiðslu á skólagjöldum og skólabókum hefur fjölgað þó nokkuð,“ segir Vilborg Oddsdóttir, félagsráðgjafi hjá Hjálparstarfi kirkjunnar í frétt á mbl.is í dag. Um leið og við bendum á þessa frétt minnum við í Glerárkirkju á viðtalstímana í kirkjunni þriðjudaga til föstudaga frá 11:00 til 12:00, en á þeim tíma er hægt að sækja um aðstoð frá hjálparstarfinu, eða hafa samband og ganga frá því að komið sé á öðrum tíma. Þeim sem hafa tök á því að styðja hjálparstarfið er bent á vefsíðuna framlag.is.

Skráning í Barnakór Glerárkirkju

Hjördís Eva Ólafsdóttir kórstjóri Barnakórs Glerárkirkju tekur við skráningum í kórinn mánudaginn 29. ágúst næstkomandi milli kl. 15:00 og 16:00. Æfingar kórsins verða á mánudögum milli þrjú og fjögur. Öll börn úr fyrsta til fimmta bekk eru hjartanlega velkomin í Barnakór Glerárkirkju.

Víðförli kominn út

Víðförli er fréttabréf Þjóðkirkjunnar sem kemur út reglulega sem vefrit. Þann 20. ágúst sl. kom út nýtt tölublað. Hægt er að nálgast blaðið og gerast áskrifandi (ókeypis) á vefslóðinni: http://kirkjan.is/utgafa/vidforli/ . Ef smellt er á myndina hér til hægri opnast nýjasta tölublaðið.

Hugleiðing um harmleikinn í Noregi

Dr. Olav Fykse Tveit er norskur prestur og framkvæmdastjóri Alkirkjuráðsins, World Council of Churches. Það eru samtök 349 kirkna í yfir 110 löndum og landssvæðum um allan heim, bæði rétttrúnaðarkirkna og fjölmargra ólíkra mótmælendakirkna. Meðlimir þeirra eru samtals yfir 560 milljónir. Í pistli á trú.is skrifar hann m.a.: Við erum, sem kristin kirkja, skuldbundin til að vinna saman að réttlátum friði. Það þýðir að vinna að opnum samfélögum þar sem fólk í öllum hópum samfélagsins er meðhöndlað sem einstaklingar með skyldur og réttindi og þar sem óréttmæt og syndug hegðun er fordæmd. Við þurfum að huga að samvisku okkar - um það hvað við segjum og hvað við segjum ekki - og halda áfram samræðunni við nágranna okkar. Lesa pistil á trú.is

Til liðs við þjóð, kirkju og kristni.

Við, íbúar á Íslandi, eigum fjölmörg það sameiginlegt að við erum skírð, fermd og gift í þjóðkirkjunni okkar. Að sama skapi erum við ótrúlega mörg sem bregðumst á engan hátt við þeirri gagnrýni sem sett er fram í ræðu og riti í garð kirkju og kristni. Lesa áfram á trú.is.

Leikskóla- og grunnskólakennara vantar til Panama

Okkur í Glerárkirkju barst bréf frá Sylviu sem var sjálfboðaliði hjá okkur fyrir nokkrum árum. Þar segir hún frá því að þau - hún og Emilio maðurinn hennar - eru að leita eftir fleiri kennurum til starfa með þeim í skólum sem Ungt fólk með hlutverk rekur í Panama. Þau skrifa meðal annars: Dear friends and/or supporters of Doulos Christian Academy, we hope this finds you well! Attached you will find some information about the school. We are right now looking for teachers for next year and would like to ask you to send this out to people God has placed on your heart for missions in Panama. Or maybe God is calling you?! We would be happy to hear back from you or one of your friends. If you are interested in a presentation for your church etc., please let us know. Thank you so much for your help! God bless you - Dios les bendiga! Emilio and Silvia Herazo Doulos Christian Academy, Youth With A Mission Chilibre/Panama Lesa bréfið í heild sinni (pdf-skjal).

Hólahátíð 12. til 14. ágúst 2011

Hólahátíð hefst föstudaginn 12. ágúst næstkomandi með opnun á sýningum í Auðunarstofu á krossum eftir Jón Geir Ágústsson kl. 20:00. Við það tækifæri mun dr. Einar Sigurbjörnsson flytja erindi um táknmál krossins. Að vanda verður fjölbreytt dagskrá á Hólum alla helgina.  Sjá nánar í dagskrá hátíðarinnar.

Kvöldmessa 7. ágúst kl. 20:30

Sr. Arna Ýrr og Pétur Björgvin djákni þjóna. Messan verður með óhefðbundnu sniði, við íhugum, hlustum á Guðs Orð og þiggjum fyrirbæn á ýmsum stöðum í kirkjunni, t.d. í anddyri, við kirkjuglugga, og upp við altari.  Molasopi í boði eftir messu, allir eru velkomnir.