Fréttir

Hárið - kvöldguðsþjónusta í Glerárkirkju á sunnudaginn

Í kvöldguðsþjónustu 8. maí kl. 20:30 verður þema stundarinnar söngleikurinn Hárið. Þar er hippatímabilið í fókus, friðarboðskapur og áhersla á kærleika og fegurð. Krossbandið mun flytja lög úr söngleiknum í íslenskri þýðingu Davíðs Þórs Jónssonar og fjallað verður um söngleikinn í máli og myndum, og hvernig hann tengist kristnum boðskap. Allir eru velkomnir. Lifi ljósið

Vorhátíð Glerárkirkju

SUNNUDAGINN 8. MAÍ FRÁ 11:00 TIL 12:45 er vorhátíð Glerárkirkju. Við hvetjum fjölskyldur, stórar sem smáar, og fólk á öllum aldri til að fjölmenna. Þennan dag fögnum við því líka að foreldramorgnar í Glerárkirkju eru 20 ára - að sjálfsögðu fáum við afmælistertu!

Skátakórinn syngur Tryggvalög

Hvað er hressilegra á fögrum vordegi en að hlusta á skátasöngva sem fjalla um fjöllin blá, fegurð himinsins, gleðina, lífið, sólina, vináttuna? Tækifæri til að njóta slíks er einmitt næstkomandi laugardag, 7. maí kl. 15:00 en þá heldur Skátakórinn tónleika í Glerárkirkju þar sem sungin verða lög eftir Tryggva Þorsteinsson. Auglýsing til útprentunar

Kynslóðir mætast

Í dag laugardaginn 30. apríl fylgir Morgunblaðinu aukablað sem ber titilinn ALDUR. Þar er sagt frá verkefni sem Glerárkirkja hefur komið að í gegnum árin og heitir KYNSLÓÐIR MÆTAST. Upphaflega var þetta verkefni sem sr. Bernharður Guðmundsson stóð fyrir í Skálholti, en hér á Akureyri tóku Glerárkirkja, Menntaskólinn og Hlíð sig saman um að aðlaga verkefnið fyrir nemendur af síðasta ári MA og eldri borgara. Akureyrarkirkja og Eyjafjarðarprófastsdæmi bættust svo í hópinn og hafa stutt verkefnið frá upphafi. Áhugasamir eru hvattir til að kynna sér verkefnið.

Æfingar fyrir fermingarathafnir helgarinnar

Vegna fermingar 30. apríl verður æfing miðvikudaginn 27. apríl kl. 15:30. Vegna fermingar 1. maí verður æfing föstudaginn 29. apríl kl. 15:30.

Góð aðsókn að sumarbúðum KFUM og KFUK - enn laus pláss á Hólavatni

Undirbúningur starfsins er í fullum gangi og mikill hugur í starfsfólki og sjálfboðaliðum sumarbúðanna. Einn liður í undirbúningnum er sá að sjálfboðaliðar koma í sumarbúðirnar á vormánuðum. Þeir sinna hefðbundu viðhaldi, gera allt klárt fyrir sumarið og bæta aðstöðuna á hverjum stað fyrir sig. Sannarlega gefandi verkefni.

Íhuganir á föstudaginn langa kl 14:00

Dr. Hjalti Hugason flytur erindið: Margbreytilegar birtingarmyndir þjáningarinnar Samveran hefst með helgistund og tónlistarflutningi í kirkjunni kl. 14:00. Síðan er gengið í safnaðarsal og hlýtt á erindi Hjalta. Að því loknu er boðið upp á kaffiveitingar og umræður. Allir velkomnir. Aðgangur ókeypis.

Við sama borð

,,Fátt er mikilvægara ungu fólki sem er á þeim stað í þroskaferlinu að slíta sig sem mest frá fjölskyldu sinni og öðlast sjálfstæði, en að vera minnt á að fjölskyldan er sá staður þar sem er best að vera" segir sr. Arna Ýrr m.a. í Skírdagspistli á trú.is Lesa pistil á trú.is

Úthlutun Hjálparstarfs kirkjunnar í dymbilviku

Í þessari viku verður aðstoð Hjálparstarfs kirkjunnar veitt degi fyrr en venjulega, þar sem fimmtudagurinn er helgidagur. Úthlutun fer því fram á miðvikudag milli 16 og 18 í Litla húsinu. Umsóknir þurfa því að berast ekki síðar en á þriðjudag.  

Ísland í miklu uppáhaldi

Klaudia Migdal frá Póllandi hefur verið sjálfboðaliði í Glerárkirkju í vetur fyrir tilstilli ungmennaáætlunar Evrópusambandsins, sem ber íslenska heitið Evrópa Unga Fólksins. Hér á eftir segir hún aðeins frá upplifun sinni. [English below]