14.04.2011
Almennur félagsfundur verður í kvenfélaginu Baldursbrá næstkomandi fimmtudagskvöld kl. 19:30. Sérstakur gestur fundarins verður Valgerður
Jónsdóttir hjúkrunarfræðingur. Félagskonur eru hvattar til að fjölmenna. Nýir félagar velkomnir.
03.04.2011
Bernharður Wilkinson stjórnaði Föroyjar LandsOrkestur - blásarasveit ungmenna og kennara þeirra frá Færeyjum í
fjölskylduguðsþjónustu í Glerárkirkju 3. apríl 2011. Hér að ofan er upptaka af stærstum hluta þess sem þau léku, en
fyrri hlutann má finna með því að smella á áfram!
02.04.2011
Fastur þáttur í starfi Kórs Glerárkirkju er að syngja við messur á Dvalarheimilunum Hlíð og Kjarnalundi.
Þann 20. mars síðastliðinn var Messa á Hlíð þar sem Séra Arna Ýrr Sigurðardóttir þjónaði og félagar
úr kór sungu við undileik Valmars Väljaots. Að vanda var þetta mjög ánægluleg heimsókn. Okkur kórfélögum finnst
alltaf gott að koma á Hlíð, hitta íbúa þar og þiggja kaffi og meðlæti eftri messu. Við þökkum kærlega fyrir okkur.
03.04.2011
Fóroyar Landsorkestur sem er blásarasveit unglinga frá Þórshöfn í Færeyjum er sérstakur gestur í
fjölskylduguðsþjónustu í Glerárkirkju næstkomandi sunnudag, 3. apríl kl. 11:00. Sveitin mun hefja leik kl. 10:45 fram að
guðsþjónustu kl. 11:00, taka tvö lög í guðsþjónustunni sjálfri og leika lokalagið.
03.04.2011
Jóhannesarpassían eftir Johann Sebastian Bach verður flutt í Hallgrímskirkju Reykjavík og Menningarhúsinu Hofi Akureyri 1.-3. apríl 2011.
Þetta er eitt af meginverkum tónlistarsögunnar. Flytjendur eru Mótettukór Hallgrímskirkju, Alþjóðlega barokksveitin í Den Haag og
glæsilegur hópur ungra íslenskra einsöngvara undir stjórn Harðar Áskelssonar, kantors Hallgrímskirkju. Tónleikarnir á Akureyri eru til
minningar um Áskel Jónsson sem var organisti í Lögmannshlíðarsókn frá 1945 til 1987.
Sjá nánar: kirkjan.is - menningarhus.is - N4.is
29.03.2011
Fermingarbörn úr Glerárkirkju tóku þátt í söfnun til styrktar Hjálparstarfinu í Úganda í vetur ásamt fjölda
fermingarbarna víðsvegar á landinu. Söfnunin gekk vel. Nú hefur borist kveðja frá Úganda þar sem að Charity sem var ein þeirra sem
heimsótti fermingarbörn á Íslandi sendir kveðju. En félagi hennar heimsótti fermingarbörn í Glerárkirkju.
29.03.2011
Innlegg á umræðukvöldi 28. mars 2011
28.03.2011
Á trú.is má nú lesa pistil sem sr. Dalla Þórðardóttir prófastur í Húnavatns- og Skagafjarðarprófastsdæmi
flutti á þjóðgildakvöldi fyrir viku síðan. Þar sagði hún meðal annars:
Á undanförnum misserum voru þau mörg sem voru yfirkomin af græðginni, vitleysunni, blekkingunni. En við vildum ekki
hlusta.Það var verið að reyna að hreinsa og snúa á réttan veg aftur.En nú erum við fleiri farin að hlusta á þessar raddir og
því eins var Þjóðfundurinn haldinn. Við erum á leiðinni.
Lesa áfram á trú.is
03.04.2011
Fermingar nálgast í Glerárkirkju. Fyrri foreldrafundurinn til undirbúnings athafnanna var haldinn í dag, sunnudaginn 27. mars. Seinni foreldrafundurinn verður
svo haldinn sunnudaginn 3. apríl að fjölskylduguðsþjónustu lokinni. Foreldrar og forráðafólk sem náði ekki að mæta í dag
er hvatt til að mæta að viku liðinni. Hér á vefnum má nálgast ýmsar upplýsingar um fermingar í Glerárkirkju.
25.03.2011
Í dag, föstudaginn 25. mars mátti hlýða á áhugaverðan þátt á Rás 1 um organistann okkar ástkæra, Áskel
Jónsson. Áskell var organisti Lögmannshlíðarsóknar frá 1945 til 1987. Umsjónarmaður þáttarins var Birgir Sveinbjörnsson.
Hægt er að hlusta á þáttinn á netinu, auk þess sem þátturinn verður
endurfluttur sunnudaginn 27. mars á Rás 2 kl. 23:20.