Fréttir

Vel heppnuð ferð á Hrafnagil

Febrúarmót ÆSKEY og KFUM og KFUK á Norðurlandi fór fram á Hrafnagili dagana 18.-19. febrúar s.l. Yfirskrift mótsins var "Daginn í dag, gerði Drottinn Guð" og voru 110 þátttakendur frá Ólafsfirði, Dalvík, Akureyri, Svalbarðseyri, Grenivík, Bárðardal og Húsavík.

Þjóðgildin í Glerárkirkju - frásögn frá kvöldi 3

Heiðarleiki og traust var yfirskrift þriðja þjóðgildakvöldsins í Glerárkirkju. Inngangsorð flutti Fjalar Freyr Einarsson kennari, en framsöguerindi kvöldsins flutti Hlín Bolladóttir, kennari og bæjarfulltrúi (Listi fólksins). Á vef prófastsdæmisins má finna samantekt frá kvöldinu. Lesa samantekt á kirkjan.is/naust.

Séra Lárus Halldórsson látinn

Séra Lárus Halldórsson lést hinn 15. febrúar á nítugasta og fyrsta aldursári og verður útför hans gerð frá Dómkirkjunni mánudaginn 21. febrúar næstkomandi. Séra Lárus var mörgum íbúum hér í sókninni vel kunnur, enda sinnti hann meðal annars afleysingaþjónustu í Lögmannshlíðarsókn frá nóvember 1990 og fram í maílok 1991.

Umræðan um þjóðgildin heldur áfram

Hver er staðan á þjóðgildunum sem viska fjöldans valdi á Þjóðfundinum 14. nóvember 2009? Eru hugtök eins og heiðarleiki, virðing, réttlæti og lýðræði bara orðin tóm? Umræðan um þjóðgildin heldur áfram á mánudagskvöldum kl. 20:00 í Glerárkirkju.

Daginn í dag gerði Drottinn Guð

Hversdagurinn getur verið grár. Áskoranirnar eru margvíslegar á virkum dögum og helgar geta verið misskemmtilegar. Okkur gengur misvel að sjá gleðigjafana í kringum okkur. Sum okkar eiga auðveldar með að geisla af gleði, önnur eru lengur að hrissta af sér slenið. Hvað er því betra en að setjast upp í rútu og skella sér í skemmtiferð með rúmlega 100 jafnöldrum þar sem gleðin er í fyrirrúmi í leik og starfi.

Kvenfélagið Baldursbrá með bingó 19. febrúar kl. 14:00

Kvenfélagið Baldursbrá stendur fyrir bingói í safnaðarsal Glerárkirkju laugardaginn 19. febrúar kl. 14:00. Allur ágóði rennur í ferðasjóð Jóhanns Þórs Hólmgrímssonar í skíðaskóla fatlaðra í Winter Park í Colorado.

Þjóðgildin í Glerárkirkju - frásögn frá kvöldi 2

Þessar vikurnar fer fram umræða um þjóðgildin á mánudagskvöldum í Glerárkirkju. Síðastliðið mánudagskvöld var rætt um hugtökin ábyrgð og frelsi. Framsögumaður var Baldur Dýrfjörð frá Sjálfsstæðisflokknum, en sr. Svavar A. Jónsson hóf kvöldið með helgistund þar sem hann ræddi um hugtökin í hugleiðingu sinni. Á vef Eyjafjarðarprófastsdæmis má nú lesa samantekt frá kvöldinu.

Andlegt líf á Akureyri og Matthías Jochumsson

Áhugasömum er bent á að nú má nálgast myndbandsupptöku af fyrirlestri dr. Péturs Péturssonar um Matthías Jochumsson og andlegt líf á Akureyri á vef AkureyrarAkademíunnar.

Baldur Dýrfjörð talar um ábyrgð og frelsi

Þjóðgildakvöldin, umræðukvöld um þjóðgildin og kristna siðfræði halda áfram í Glerárkirkju næstkomandi mánudagskvöld 14. febrúar og hefst dagskráin kl. 20:00. Framsögumaður er Baldur Dýrfjörð frá Sjálfsstæðisflokknum. Helgistund kvöldsins er í umsjón sr. Svavars Alfreðs Jónssonar. Sjá nánar á vef prófastsdæmisins.

Fræðslumynd um Vísindakirkjuna á RÚV í kvöld

Við hér í Glerárkirkju bendum fólki á fræðslumynd sem nefnist Vísindakirkjan - Sannleikurinn um lygina sem verður sýnd á RÚV kl. 22:15 í kvöld. Hér er um heimildamynd um Vísindakirkjuna og aðferðirnar sem notaðar eru til þess að lokka fólk í hana og halda því þar.