Fréttir

Vordagskrá æskulýðsfélagsins Glerbrots!

Vordagskrá æskulýðsfélagsins Glerbrots var samþykkt á félagsfundi í gærkvöldi en tíu krakkar mættu á fund til þess að ræða dagskrá vorsins ásamt þeim Stefaníu Ósk og Samúel Erni sem hafa umsjón með starfinu á vorönn. Dagskrá félagsins má nálgast á vef kirkjunnar sem  pdf-skjal.

Fermingar 2012

Hér á eftir má sjá upplýsingar um áætlaða fermingardaga vorið 2012 í Glerárkirkju.

Unnið að uppsetningu á nýjum vef

Þessa dagana er unnið að uppsetningu á nýjum vef fyrir Glerárkirkju og því er þetta nokkurs konar vinnusvæði þar sem upplýsingarnar verða meiri og meiri - við biðjumst velvirðingar á því. Vinsamlegast notið fyrirspurnadálkinn (sjá tengil hér efst til hægri) til að senda inn ábendingar varðandi síðuna. Ein ábending sem barst var að tengja síðuna við Twitter og nú prófum við það!

Alþjóðleg samkirkjuleg bænavika hefst í Glerárkirkju 16. janúar kl. 11:00

Árleg bænavika um einingu kristinna manna verður í söfnuðunum á Akureyri 16. - 23. janúar. Bænavikan hefst með útvarpsguðsþjónustu frá Glerárkirkju sunnudaginn 16. janúar kl. 11:00

Samskiptanámskeiðið ,,Ást fyrir lífið

Samskiptanámskeiðið Ást fyrir lífið er ætlað fólki á öllum aldri sem vill leggja vinnu í samband við maka og aðra meðlimi fjölskyldunnar. Sunnudaginn 23. janúar verður boðið upp á námskeiðið í Glerárkirkju.

Hæfileikakeppni NorðAusturlands

HÆNA - Hæfileikakeppni NorðAusturlands verður haldin laugardaginn 5. febrúar kl. 19:00 í Egilsstaðaskóla. Keppnin er opin ungu fólki á aldrinum 13 til 17 ára úr kirkjustarfi og stefnir æskulýðsfélagið Glerbrot á þátttöku. Einnig er vonast eftir þátttöku frá fermingarbörnum úr Glerárkirkju

Með sama hugarfari og Kristur - Æskulýðsmót í Brúarásskóla

Æskulýðsfélagið Glerbrot stefnir á þátttöku í æskulýðsmóti sem haldið verður í Brúarásskóla í Jökulsárhlíð á Norður-Héraði helgina 4.-6. febrúar 2011. Yfirskrift mótsins er sótt í Filippíbréfið 2.5: “Með sama hugarfari og Kristur”. Mótið er ætlað unglingum í 8.-10. bekk, sem taka þátt í æskulýðsstarfi kirkjunnar sinnar, og gert er ráð fyrir yfir 100 þátttakendum.

Jólatónleikar kl. 16:00 þann 12. desember

Jólatónleikar Kórs Glerárkirkju verða sunnudaginn 12. desember kl. 16:00. Efnisskráin er mjög fjölbreytt og er hún hugsuð fyrir fólk á öllum aldri. Þar er að finna lög og sálma sem er gott að hlusta á og einnig slík sem gott er að syngja með. Sérstakir gestir á tónleikunum verða hinir þjóðþekktu Hvanndalsbræður.

16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi

Þessa dagana stendur yfir 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi. Af því tilefni skrifar Pétur Björgvin djákni í Glerárkirkju pistil á trú.is sem nefnist Jörðin er flöt, en þar segir hann meðal annars: Ég vil reyna að brjótast upp úr því djúpa hjólfari sem karlremba árþúsundanna situr enn föst í. Þó þykir mér sem það gangi hægt – það að koma sjálfum mér upp úr þessu hjólfari. Lesa pistil á trú.is

Aðventukvöld Glerárkirkju þann 5. desember

Aðventukvöld verður haldið í Glerárkirkju sunnudagskvöldið 5. desember og hefst það kl. 20:30. Gestur kvöldsins og ræðumaður er Jón A. Baldvinsson, vígslubiskup á Hólum. Kór Glerárkirkju, ásamt Æskulýðskór Glerárkirkju syngur og leiðir almennan söng undir stjórn Valmars Väljaots. Ljósaathöfn fermingarbarna í lok stundarinnar.