20.08.2010
Vetrarstarf Æskulýðskórs Glerárkirkju hefstu mánudaginn 30. ágúst kl. 17:30. Allir sem eru 12 ára eða eldri eru hjartanlega
velkomnir. Æfingar verða á mánudögum kl. 17:30 til 19:00. Kórstjóri er Olga Ásrún Stefánsdóttir.
Að syngja í kór er góður félagsskapur og frábær undirbúningur til dæmis fyrir frekara tónlistarnám seinni tíma.
Gaman er að syngja fjölbreytt lög frá ólíkum höfundum og menningarheimum. Margir frægir söngvarar og hljóðfæraleikarar stigu
sín fyrstu skref í tónlist í kór!
Ekki hugsa þig um, komdu bara og vertu með :-)
13.08.2010
Nokkur umræða hefur verið í þjóðfélaginu varðandi kynferðisbrot innan kirkjunnar og bendum við í því samhengi á
samantekt yfir helstu aðgerðir sem kirkjan hefur staðið fyrir á síðasta áratug til þess að koma upp vönduðum vinnuferlum. Samantektina er að finna á kirkjan.is.
11.08.2010
Æskulýðssamband kirkjunnar ÆSKÞ stendur fyrir landsmóti æskulýðsfélaga á hverju ári. Að þessu sinni verður
mótið haldið á Akureyri 15. til 17. október. Nánar má fræðast um mótið á vef Eyjafjarðarprófastsdæmis.
10.08.2010
Messa með altarisgöngu verður í Glerárkirkju sunnudagskvöldið 15. ágúst kl. 20:30. Sr. Arna Ýrr Sigurðardóttir þjónar
fyrir altari, organisti er Valmar Väljaots, félagar úr Kór Glerárkirkju leiða söng. Allir velkomnir.
09.08.2010
Þriðja tölublað Víðförla 2010 er komið út, en Víðförli er fréttabréf Þjóðkirkjunnar. Blaðið er
að þessu sinni helgað ellefta heimsþingi Lútherska heimssambandsins sem var haldið í Stuttgart í Þýskalandi 20. til 27. júlí
síðastliðinn. Á þinginu var Magnea Sverrisdóttir djákni kjörin í stjórn sambandsins. Nálgast má Víðförla í pdf-formi á vef kirkjunnar.
09.08.2010
Síðastliðinn laugardag, 7. ágúst var haldið aukakirkjuþing. Til þingsins var kallað til að fjalla um afstöðu kirkjuþings til
kröfu ríkisvaldsins um 9% niðurskurð fjárframlaga til þjóðkirkjunnar á árinu 2011 vegna aðstæðna í efnahagsmálum
landsins. Þingið samþykkti tvær ályktanir sem lesa má á lesa má á
kirkjan.is.
05.08.2010
Í nokkur ár hefur æskulýðsstarf Glerárkirkju átt í samstarfi við óformlegt ungmennastarf í bæjarfélaginu
Pawlowice í suður Póllandi. Þaðan hafa komið sjálfboðaliðar til starfa í æskulýðsstarfinu, starfsfólk beggja aðila
hafa tekið þátt í ýmsum sameiginlegum verkefnum og ungmenni frá Glerárkirkju hafa tvisvar tekið þátt í ungmennaskiptaverkefnum sem
pólsku samtökin hafa staðið fyrir. Næsti liður í samstarfinu er að Klaudia Migdal kemur sem sjálfboðaliði í lok þessa
mánaðar. Hér á eftir má finna litla kynningu sem hún sendi til birtingar hér á vefnum:
Hæ!
My name is Klaudia Migdal and I’m 20 years old. I come from Poland and I live in Pawlowice, small commune situated in a beautiful region in the south of Poland – Silesia. I’m
currently a student of English at Teacher Training College. I will be volunteering at Glerárkirkja for ten months, that is from September 2010 until June 2010. But I’m coming
one week earlier what makes me even more excited! From what I’ve heard, read and saw, Iceland sounds like a marvelous country. I would love to learn Icelandic as well. Language barrier
can sometimes be a major deal breaker but I do enjoy challenges so I will try my best. I don’t even know where to begin when comes to expressing my joy of getting the possibility to work
at Glerárkirkja. I can’t wait to start working with the children at the kindergarten and also to realize projects and ideas.
My sending organization is the Commune Office of Pawlowice (http://www.pawlowice.pl/). They’ve received the accreditation from the National Agency just recently. Actually, I am the first person
they are sending as an EVS volunteer. But that is not the whole story. The group of young, motivated and active people from the Pawlowice commune formed long before that. We call ourselves non-formal
and non-profit youth group, but we are on the way of forming into an association. We succeeded in executing some small projects and tasks for the local community. I will try to share my
experience with the young people from my commune in order to encourage more youth to become EVS volunteers in the future.
Greetings
Klaudia
Lausleg þýðing:
Hæ!
Ég heiti Klaudia Migdal og er tvítug. Ég er frá Póllandi og bý í Pawlowice, litlu bæjarfélagi í hinu fagra héraði
í suður Póllandi: Slesíu. Ég er í enskukennaranámi en næstu tíu mánuðina verð ég sjálfboðaliði í
Glerárkirkju, frá september 2010 til júní 2011. En sú staðreynd að ég kem viku fyrr gerir mig enn spenntari. Af því sem ég hef
heyrt, lesið og séð virðist Ísland vera frábært land. Mér þætti vænt um að ná að læra íslensku.
Tungumálaörðugleikar geta á tíðum verið stærstu hindranirnar en ég elska áskoranir og ætla að gera mitt besta. Ég veit ekki
hvar ég á að byrja til að ná að tjá þá gleði sem býr innra með mér yfir því að vera að fara að
starfa í Glerárkirkju. Ég get ekki beðið eftir því að byrja að vinna með börnunum í leikskólanum og framkvæma verkefni
og hugmyndir.
Sendisamtökin mín er ráðhúsið hér í Pawlowice, http://www.pawlowice.pl/. Þau fengu
samþykki sem sendisamtök frá landsskrifstofunni hér í Póllandi nýverið. Reyndar er ég fyrsti sjálfboðaliðinn sem þau
senda. En það er önnur saga. Hópur ungs fólks hefur starfað á þessum vettvangi í nokkurn tíma á bæjarfélaginu. Við
kjósum að nefna okkur óformleg og gróðalaus samtök, en við erum að vinna í því að gerast samtök. Þegar hefur okkur tekist
að standa fyrir nokkrum vel heppnuðum verkefnum. Ég mun gera mitt besta í því að tjá mig um reynslu mína í þeirri von að fleira
ungt fólk úr bæjarfélaginu mínu gerist sjálfboðaliðar.
Kær kveðja
Klaudia
Evrópu Unga Fólksin verkefnin er fjármögnuð með styrk frá framkvæmdastjórn
Evrópusambandsins. Þær upplýsingar sem hér koma fram lýsa aðeins viðhorfum höfunda. Framkvæmdastjórnin tekur ekki ábyrgð
á hvernig upplýsingar sem hér er að finna eru notaðar.
28.07.2010
Nú í haust tekur Glerárkirkja í fyrsta sinn þátt í samstarfi við skrifstofu í Belgíu sem sér um verkefni sem styrkt er af
ríkisstjórn Belgíu. Hér er um Bureau International Jeunesse að ræða, skammstafað BIJ og má fræðast nánar um starfsemina á
vefsíðu þeirra http://www.lebij.be/. BIJ styrkir unga stúlku sem heitir Jessica Devergnies til þess að dvelja
á Íslandi í þrjá mánuði í haust og taka þátt í starfsnámi í Glerárkirkju og Síðuskóla.
Hér á eftir fer stutt kynning frá Jessicu, lausleg þýðing yfir á íslensku er neðanmáls.
Halló!
My name is Jessica Devergnies and I am 24 years old. I come from Belgium and I am a translator and a teacher. I will be volunteering at Glerárkirkja and at Síðuskóli from the
15th of September until the 15th of Deceomber 2010. I received a grant from the BIJ (Bureau International Jeunesse) to go to Iceland and study Icelandic while working as a volunteer.
The BIJ was created by the Commissariat Général de la Culture of the French speaking community of Belgium to implement and manage youth exchange programmes. The BIJ offers
opportunities in more than 70 countries for young people from Wallona and Brussels. The programme that I am taking part in is called "Tremplin Jeunesse" and is for young people (18 - 35 years old)
interested in living abroad and improving their knowledge of languages through doing a volunteer work and/or practicing their skills to gain new experiences.
I already went to Iceland last summer to participate in a workcamp in Neskaupsstaður, and I am repeating the experience this summer too, this time in Viðey and the Bláfjöll
mountains. I like Iceland and I am very interested in its language, its culture, its nature, its people. I would like to discover more about that amazing country, and I am sure that I will learn a
lot during these 3 months in Akureyri. I will be living with an Icelandic host during my stay, so that I will have the opportunity to speak Icelandic at home too.
Kveðjur
Jessica.
Íslensk þýðing:
Halló!
Ég heiti Jessica Devergnies og er 24 ára gömul. Ég er frá Belgíu og er menntuð sem þýðandi og kennari. Ég verð
sjálfboðaliði í Glerárkirkju og Síðuskóla frá 15. september til 15. desember 2010. Ég fékk styrk frá BIJ (skrifstofu fyrir
alþjóðleg ungmennaskipti) til að fara til Íslands og læra íslensku á meðan ég starfa sem sjálfboðaliði.
Að baki stofnunar BIJ stóðu annars vegar sú stofnun sem fer með alþjóðatengsl (Commissariat Général aux Relations Internationales) og hins
vegar það ráðuneyti sem fer með menningarmál frönskumælandi samfélagsins í Belgíu (Direction Générale de la Culture).
Markmið BIJ er að koma á fót og standa fyrir ungmennaskiptaverkefnum. Í dag er BIJ með verkefni í 70 löndum fyrir þátttakendur frá
Wallona og Brussel. Verkefnið sem ég fæ styrk frá ber yfirskriftina ,,Tremplin Jeunes" eða ungt fólk á faraldsfæti en það er ætlað
ungu fólki (18 til 35 ára) sem hefur áhuga á að búa erlendis og auka þekkingu sína á tungumálum í gegnum
þátttöku í sjálfboðnu starfi og/eða starfsnámi sem gefur þeim möguleika á að safna reynslu.
Ég hef þegar komið til Íslands. Síðasta sumar tók ég þátt í vinnubúðum í Neskaupsstað og ég
ætla að endurtaka þann leik í sumar með þátttöku minni í vinnubúðum í Viðey og Bláfjöllum. Ég er mjög
hrifin af Íslandi og hef mikinn áhuga á tungumálinu, menningunni, náttúrunni og fólkinu. Mig langar til að uppgötva meira um þetta
hrífandi land og ég er viss um að ég mun læra mikið þessa þrjá mánuði á Akureyri. Ég mun búa hjá
íslenskri fjölskyldu þennan tíma og hef því tækifæri til að tala íslensku heima líka.
Kveðjur
Jessica
21.07.2010
Um árabil hafa Glerárkirkja og KFUM og KFUK á Akureyri átt í mjög góðu samstarfi við æskulýðsstarf kirkjunnar í
Reutlingen í Þýskalandi, en þau voru meðal annars samstarfsaðili Glerárkirkju í ungmennaskiptaverkefninu ,,We're Human, right?"
síðastliðið vor (sjá hópmynd). Þessi samtök, Evangelisches Jugendwerk, Bezirk Reutlingen
(skammstafað EJR) stóðu einnig fyrir því að senda vinnuhóp á Hólavatn til að hjálpa við að reisa leiktæki þar
á lóðinni og hafa sent fjölda sjálfboðaliða til starfa í æskulýðsstarfi Glerárkirkju, meðal annars þær Yvonne og Jule svo dæmi séu nefnd. Næsti sjálfboðaliði frá þeim er svo hún
Maike.
En nú gefst íslenskum ungmennum á aldrinum 18 til 27 ára tækifæri til þess að gerast sjálfboðaliðar hjá þessum
samstarfssamtökum okkar. Nákvæma lýsingu á verkefninu má lesa
á vef ungmennaáætlunar Evrópusambandsins, en hér á eftir fer útdráttur á íslensku með skýringum og
viðbætum.
EJR eru frjáls félagasamtök sem starfa á vettvangi evangelísku kirkjunnar í prófastsdæminu Reutlingen í nágrenni Stuttgart.
Þessi félagasamtök hafa í gegnum sérstakan samning við prófastsdæmið ýmsum skyldum að gegna varðandi barna- og unglingastarf
í söfnuðunum í prófastsdæminu, en samtökin standa líka fyrir ýmsum viðburðum og ferðum, ýmist ein sér eða í
samstarfi við félög og skóla svo dæmi séu nefnd.
Skrifstofa samtakanna og miðpunktur daglegrar vinnu þeirra er í Brenzstrasse í Reutlingen. Skrifstofan er íslensku krökkunum sem tóku
þátt í ungmennaskiptaverkefni Glerárkirkju og EJR nýverið að góðu kunn, en stór hluti dagskrárinnar fór fram þar
(þetta er semsagt meira en ,,bara" skrifstofa).
Í starfi sínu leggur liðsfólk EJR áherslu á trúna. Í stefnumótun þeirra segir í lauslegri þýðing:
,,Við trúum fyrirheitum guðspjallanna og hvetjum ungt fólk til að skapa lífi sínu umgjörð sem byggir á traustinu til Jesú Krists.
Hlutverk okkar er að þróa form og innihald sem gerir kleift að lifa trúnni í daglegu lífi.
Í starfi sínu leggur liðsfólk EJR áherslu á að allir eru velkomnir. Í stefnumótun þeirra segir í lauslegri
þýðingu: ,,Öll vinna okkar byggir á þeirri fullvissu að Guð elskar og umvefur hvern einstakling. Því er viðmót okkar allt
það sama í garð stúlkna og drengja, barna, unglinga og ungs fólks eins og þau koma okkur fyrir sjónir með því sem þau hafa fram
að færa og því sem takmarkar þau, óháð uppruna þeirra og trú."
Í starfi sínu leggur liðsfólk EJR áherslu á að taka ungu manneskjuna alvarlega. Í stefnumótun þeirra segir í lauslegri
þýðingu: ,,Við komum orðum að aðstæðum unga einstaklingsins. Við hlustum á tjáningu unga fólksins um tökum þrár,
þarfir og spurningar alvarlega. Við erum samfylgdarfólk í leit þeirra að gildum og markmiðum lífsins."
Í starfi sínu leggur liðsfólk EJR áherslu á að unga fólkið sé virkt. Í stefnumótun þeirra segir í lauslegri
þýðingu: ,,Hlutverk okkar er að gera kirkjuna áhugaverða fyrir ungt fólk og við leggjum okkur fram við að gefa ungu fólki
tækifæri til að taka virkan þátt í því að gera kirkjuna áhugaverða og koma breytingum áleiðis. Hlutverk okkar er að
skapa rými þar sem hin unga manneskja getur frjáls skapað í samræmi við eigin hæfileika og styrkleika.
Fleira kemur fram í þessari stefnumótun, meðal annars að í gegnum starfið vill liðsfólk EJR einnig bæta eigin kunnáttu, þ.e.
læra af því sem vel gengur og af mistökum, auka samvinnu og hveta til sjálfboðins starfs og ábyrgðar ungs fólks.
Hér er á ferðinni áhugavert tækifæri sem um er að gera að kynna sér. Sjálfboðaliðinn mun taka þátt í
fjölbreyttu starfi samtakanna, fara á þýskunámskeið, hafa mentor sér við hlið sem og takast á við hinn evrópska veruleika eins og
hann birtist Íslendingnum 2.500 kílómetrum sunnan við Ísland.
Nánari upplýsingar gefur Pétur Björgvin í síma 864 8451, eða á netfangið petur (hjá) glerarkirkja.is
-----
Evrópu Unga Fólksins verkefnin er fjármögnuð með styrk frá framkvæmdastjórn
Evrópusambandsins. Þær upplýsingar sem hér koma fram lýsa aðeins viðhorfum höfundar, Péturs Björgvins Þorsteinssonar.
Framkvæmdastjórnin tekur ekki ábyrgð á hvernig upplýsingar sem hér er að finna eru notaðar.
21.07.2010
Á hverju hausti koma ungmenni erlendis frá til starfa sem sjálfboðaliðar í æskulýðsstarfi Glerárkirkju. Eitt þessara ungmenna sem
koma hingað í haust er Maike Schäfer, en hún er styrkt af Evrópu Unga Fólksins. Hér á eftir má finna
stutta kynningu sem hún sendi okkur (íslensk þýðing neðanmáls):
Hello.
My name is Maike Schäfer and I am still 19 years old. I am from Germany and I will be one of the new volunteers in Glerarkirkja from September 2010 until June 2011. I am very happy that I can
come to Iceland and I am very curious about the new people, language, landscape and the work I will have to do.
In my hometown I am already working at the youth work of the parish and I like to be together with children and young people.
My sending organisation is the Evangelisches Jugendwerk, Bezirk Reutlingen. They do church based youth work within parishes, organizations and groups.
Their emphasis is to welcome every girl and boy, kids, youngsters and young people and through various group meetings, workshops, tours, concerts and services they try to listen to them with their
hopes, needs and questions. Since this year the Evangelisches Jugendwerk, Bezirk Reutlingen is also a host organization.
I hope that the time in Iceland will be an unforgettable, wonderful and great one!
Greetings Maike
Íslensk þýðing:
Halló.
Ég heiti Maike Schäfer og ég er enn nítján ára gömul. Ég er frá Þýskalandi og verð ein af nýju
sjálfboðaliðunum í Glerárkirkju frá september 2010 fram í júní 2011. Ég gleðst mikið yfir því að geta
komið til Íslands og ég er mjög forvitin í garð nýja fólksins, tungumálsins, landslagsins og vinnunnar sem ég mun sinna.
Ég tek virkan þátt í æskulýðsstarfinu í söfnuðinum í heimabæ mínum og mér þykir mjög gaman að
vera með börnum og ungu fólki.
Sendisamtökin mín eru Evangelisches Jugendwerk, Bezirk Reutlingen. Þessi samtök sinna kirkjulegu æskulýðsstarfi í söfnuðum og með
samtökum og hópum. Hver einasta stúlka og drengur, krakkar, unglingar, ungt fólk er velkomin í þetta starf þar sem markmiðið er að þau
upplifi að hlustað er á vonir, þarfir og spurningar þeirra. Starfið fer fram í formi hópastarfs, námskeiða, ferðalaga, tónleika og
helgihalds. Nýverið urðu Evangelisches Jugendwerk, Bezirk Reutlingen einnig móttökusamtök.
Það er von mín að tími minn á Íslandi verði ógleymanlegur, yndislegur og frábær.
Kveðjur, Maike.
Evrópu Unga Fólksins verkefnin er fjármögnuð með styrk frá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins. Þær upplýsingar sem
hér koma fram lýsa aðeins viðhorfum höfunda. Framkvæmdastjórnin tekur ekki ábyrgð á hvernig upplýsingar sem hér er að finna
eru notaðar.