08.10.2010
Fræðslusvið Biskupsstofu gaf nýverið út rafbókina ,,Að gera og vera" sem er íslensk þýðing á skjalinu ,,To
be and to do" sem Eurodiaconia gaf út fyrir nokkrum árum. Pétur Björgvin djákni í Glerárkirkju skrifar smápistil á trú.is í
tilefni af útkomu bókarinnar.Lesa pistil á trú.is.
06.10.2010
Í frétt ríkisútvarpsins 3. október s.l. var sagt að þjóðkirkjan og ýmsar stofnanir og sjóðir kirkjunnar fengju 4,4
milljarða frá ríkinu á næsta fjárlagafrumvarpi. Hér er ekki notað rétt orðalag. Á trú.is er að finna pistil Halldórs Gunnarssonar þar sem hann útskýrir þetta
nánar.
23.09.2010
1. október hefjast í Glerárkirkju umræðukvöld sem haldin eru í samstarfi við Eyjafjarðarprófastsdæmi. Yfirskrift
umræðukvöldanna er ,,Fylgjum kindagötunni ... fyrst hún er þarna."
23.09.2010
Safnaðarblaði Glerárkirkju er dreift í öll hús á Akureyri norðan Glerár í dag. Þau sem einhverra hluta vegna fá ekki
blaðið til sín eru beðin um að láta vita í Glerárkirkju í síma 464 8800. Þeim sem búa sunnan Glerár er bent á
að nálgast má eintök af blaðinu í Glerárkirkju og fljótlega hér á vefnum.
23.09.2010
Í pistli sem birtist í gær á trú.is skrifar Pétur Björgvin, djákni í Glerárkirkju meðal annars: ,,Við erum
kölluð til ábyrgðar. Ábyrgðin felur í sér að við leitum að leiðum til að gera börn öruggari meðal fólks,
gefumst ekki upp."
13.09.2010
Foreldrar og fermingarbörn eru minnt á að skila skráningareyðublaðinu fyrir fermingarfræðsluna í þessari viku. Blaðinu var dreift í
tímunum í síðustu viku en einnig má nálgast eyðublaðið hér á vefnum:
13.09.2010
Fjölbreytt dagskrá er í boði í Glerárkirkju í hverri viku. Til að fá nánari upplýsingar um dagskrá hvers dags má
smella á viðkomandi dag í dagatalinu hér til vinstri á síðunni, en hér á eftir er einnig almennt yfirlit:
08.09.2010
Fimmtudaginn 2. september hófst vetrarstarf Kórs Glerárkirkju. Í kórnum eru nú starfandi fjörutíu félagar og stjórnandi hans er
Valmar Väljaots. Kór Glerárkirkju er blandaður kór sem hefur það að aðalmarkmiði að syngja við helgihaldið í
Glerárkirkju. Framundan hjá kórnum er þátttaka í Kórahátíð í Hofi, hinu nýja og glæsilega
menningarhúsi okkar Akureyringa og er sú hátíð 23. október næstkomandi.
07.09.2010
Æskulýðsfélagið Glerbrot (9. og 10. bekkur) heldur fundi reglulega á neðri hæð kirkjunnar alla þriðjudaga kl. 20:00. Þau hafa
nú tekið ákvörðun um að stefna á landsmót æskulýðsfélaga sem að þessu sinni verður haldið á Akureyri.
Landsmót æskulýðsfélaga kirkjunnar er haldið árlega og er einn stærsti viðburður í unglingastarfi kirkjunnar. Yfirskrift mótsins
í ár er ,,Frelsum þrælabörn á Indlandi" - ,,Allt sem þér gerðuð einum minna minnstu bræðra, það hafið þið
gert mér" (Matt 25:40). Með þessari yfirskrift vill ÆSKÞ sem stendur á bak við mótið minna á að við erum öll börn Guðs
og verkamenn hans hér á jörðu og að okkur ber að gæta systkina okkar, hvar sem þau eru í heiminum. Þau sem ætla með, þurfa
að vera virk í Glerbroti og skrá sig fyrir 1. október. Skráningargjald (óafturkræft) er kr. 5.000. Upplýsingar um mótsgjald má
fá á fundum Glerbrots, en það eru Stefanía Ósk og Samúel Örn sem halda utan um Glerbrot í vetur.
07.09.2010
Sunnudagaskólinn í Glerárkirkju hefst 19. september. Lögð verður áhersla á hreyfisöngva, sagðar sögur og
brúðuleikhúsið erá sínum stað. Það eru þau Dagný, Kolbrá, Lena, Linda, Ragnheiður, Stefanía og Andri sem skipta
með sér umsjóninni í vetur.