Fréttir

Barna- og unglingastarfið

Næstkomandi sunnudag, 20. desember er barnastarf á messutíma kl. 11:00. Að loknu sameiginlegu upphafi í messunni ganga börnin yfir í safnaðarsalinn og eiga þar sunnudagaskólastund. Þessi stund er síðasta barnastarfssamveran fyrir jól. Starfið hefst aftur á nýju ári sunnudaginn 17. janúar. Annað barna- og unglingastarf er komið í vetrarfrí. Á nýju ári hefst kirkjuskólinn (1. - 4. bekkur) mánudaginn 18. janúar, TTT starfið og æskulýðsfélagið Glerbrot þriðjudaginn 19. janúar.

Æskulýðskór Glerárkirkju

Æskulýðskór Glerárkirkju  er byrjaður að  æfa jólalögin  og tilbúinn að syngja á alls kyns  uppákomum fyrir  jólin. Æskulýðskórinn er skipaður krökkum á aldrinum 10-16 ára.  Valmar Valjaots er nýr kórstjóri hjá kórnum, vinsamlega hafið samband við hann ef óskað er eftir frekari upplýsingum  í síma 849-2949 eða á netfangið valmar@glerarkirkja.is.

Dagsferðir fermingarbarna á Löngumýri

Þessa dagana standa hinar árlegu dagsferðir fermingarbarna Glerárkirkju yfir. Mánudaginn 26. október fara nemendur úr Glerárskóla, föstudaginn 30. október nemendur úr Giljaskóla og mánudaginn 2. nóvember er svo komin röðin að nemendum úr Síðuskóla. Nánari upplýsingar um ferðirnar er að finna í bréfi sem prestar kirkjunnar sendu heim til fermingarbarnanna. Brottför er hvern dag frá Glerárkirkju kl. 08:30 að morgni og komið er til baka rúmum 12 tímum seinna. Athugið að af þessum sökum verða hvorki prestar kirkjunnar né djákni við á umræddum dögum. Beðist er velvirðingar á því en fólki bent á að hafa samband símleiðis. Farsími sr. Gunnlaugs er 864 8455, sr. Arnalds 864 8456 og Péturs djákna 864 8451.

Pleasantville á bíókvöldi 21. október

Kvikmyndin Pleasantville verður sýnd á bíókvöldi í Glerárkirkju næstkomandi miðvikudagskvöld kl. 19:00. Á undan sýningunni mun Pétur Björgvin djákni halda stutt inngangserindi. Sjá nánar á vef prófastsdæmisins.

TTT starfið stefnir á þátttöku í haustsamveru á Dalvík

Sameiginleg haustsamvera TTT starfsins í kirkjunni og deildarstarfs KFUM og KFUK í Eyjafirði verður haldin 6. og 7. nóvember næstkomandi á Dalvík. Og TTT í Glerárkirkju stefnir að sjálfsögðu þangað. Sjá nánar á vef prófastsdæmisins.  

Frásögn af ferði ungmenna til Póllands

Þau Guðný, Guðrún, Herdís, Ísak, Sandra og Samúel fóru í ágúst síðastliðinn ásamt Pétri djákna til Póllands. Erindið var að taka þátt í ungmennaskiptaverkefni með fjórum öðrum þjóðum. Upplifun þeirra er efni fræðslukvölds í safnaðarsal Glerárkirkju miðvikudagskvöldið 28. september næstkomandi. Dagskráin hefst kl. 20:00 og er öllum opin. Sjá einnig á www.facebook.com/glerarkirkja 

Orð dagsins

Í pistli dagsins á trú.is skrifar Pétur Björgvin djákni meðal annars: ,, ...vildi ég óska þess að ég væri duglegri að hrósa öðrum. Þegar ég lít í eigin barm uppgötva ég að það kemur þó oftar fyrir að ég hrósi einhverjum sem er að byrja eitthvað nýtt, kemur með nýung inn í starfið, gerir eitthvað bráðsnjallt og skemmtilegt." Lesa pistilinn á trú.is

Vikan í Glerárkirkju

Miðvikudagur 16. september 12:00 Hádegissamvera 15:00 Kynningarstund á fermingarfræðslunni fyrir krakka úr Glerárskóla 16:00 Kynningarstund á fermingarfræðslunni fyrir krakka úr Síðuskóla Fimmtudagur 17. september 10:00 Foreldramorgunn 15:15 Kynningarstund á fermingarfræðslunni fyrir krakka úr Giljaskóla 19:00 Föndurkvöld kvenfélagsins Baldursbrár Föstudagur 18. september 19:30 KNS (Framhaldsskólaaldurinn) í félagsheimili KFUM og KFUK í Sunnuhlíð Sunnudagur 20. september 11:00 Barnastarf og messa. Sameiginlegt upphaf. 20:30 Kvöldguðsþjónusta  með Krossbandinu Mánudagur 21. september 15:30 Æfingar Barnakórs Glerárkirkju (2. til 5. bekkur) 16:30 Æfingar Æskulýðskórs Glerárkirkju (6. bekkur og eldri) 16:30 Kirkjuskólinn (1. til 4. bekkur) 18:00 Vinir í bata 19:30 12 Spora fundir Þriðjudagur 22. september 15:00 Æfingar Drengjakórs Glerárkirkju ( 4. til 7. bekkur) 17:00 TTT klúbburinn ( 5. til 7. bekkur) 18:00 Glerbrot (8. til 10. bekkur) 20:00 Æfingar Kórs Glerárkirkju 20:00 Alfa námskeið hjá KFUM og KFUK í Sunnuhlíð

Fjölvítamín - Multivitamin

Multivitamin is for young people from all over the world. The YMCA and Glerárkirkja church are working together on this project.The program starts on Monday 14th October in the YMCA-house (Verslunarmiðstöðinni Sunnuhlíð). Multivitamin is open for young people age 14 to 17, every second Monday from 19:00 to 21:30. If you are interested please contact us by phone. 699-4115 or 864-8451. The program is free of charge. Fjölvítamín er verkefni á vegum KFUM og KFUM í samstarfi við Æskulýðsstarf Glerárkirkju. Fjölvítamín er félagsstarf fyrir nýbúa og ungt fólk sem er fætt á Íslandi og er opið öllum sem hafa áhuga og eru 14 til 17 ára. Viltu vera með? Endilega sendu okkur SMS eða hringdu: Jóhann 699-4115 og Pétur 864-8451

Kirkjuskólinn hefst 14. september

Kirkjuskólinn, starf fyrir grunnskólabörn úr fyrsta, öðrum, þriðja og fjórða bekk verður á mánudögum í Glerárkirkju kl. 16:30 til 17:30. Fyrsta samveran verður 14. september. Stefnt er að starfi í tveimur aldurshópum, annars vegar yngri hóp fyrir börn úr fyrsta og öðrum bekk, hins vegar eldri hóp fyrir börn úr öðrum og þriðja bekk. Kirkjuskólinn er framhald af sunnudagaskólastarfinu og gefur þannig börnum sem hafa sótt sunnudagaskólann eða sækja hann enn að hittast einnig á virkum dögum. Hver stund byrjar með helgistund í kirkjunni, að henni lokinni er farið í ýmsa leiki og fleira til gamans gert. Lögð er áhersla á að börnin læri nýja biblíusögu hvern dag.