16.06.2009
Messað er í Glerárkirkju sunnudaginn 21. júní kl. 20.30. Prestur er sr. Guðmundur Guðmundsson. Félagar úr Kór Glerárkirkju syngja
undir stjórn Hjartar Steinbergssonar organista. Sungnir verða sálmar nr. 593, 750, 354 og 469.
29.05.2009
Fermingarmessa verður laugardaginn 30. maí kl. 13:30. Sr. Gunnlauguar Garðarsson og sr. Arnaldur Bárðarson þjóna. Félagar úr Kór
Glerárkirkju leiða söng. Organisti: Hjörtur Steinbergsson. Á Hvítasunnudag, sunnudaginn 31. maí kl. 11:00 verður hátíðarmessa kl.
11:00. Sr. Gunnlaugur Garðarsson þjónar. Einsöngur: Óskar Pétursson tenór. Kór Glerárkirkju syngur. Organisti: Hjörtur Steinbergsson.
Vinsamlegast athugið að reglubundið vikustarf kirkjunnar utan helgihalds um helgar er nú komið í sumarfrí.
13.05.2009
Á vef Þjóðkirkjunnar er að finna viðtal við Pétur Björgvin Þorsteinsson djákna í Glerárkirkju þar sem hann segir
frá nýútkominni bók sinni: ,,Við þurfum að kenna unga fólkinu okkar að takast á við fjölbreytilegan veruleika, hjálpa
þeim að verða forvitin og læra að takast á við það sem er framandi."
Sjá nánar á vef Þjóðkirkjunnar.
10.05.2009
Vorhátíð Glerárkirkju var haldin í dag og þótti þeim sem tjáðu sig við starfsfólk kirkjunnar hún hafa verið
einstaklega vel heppnuð. Reikna má með að jafnvel 500 manns hafi verið á kirkjulóðinni þegar mest lét. Á http://www.flickr.com/photos/glerarkirkja/ er hægt að skoða nokkrar myndir af hátíðinni.
05.05.2009
Vorhátíð barnastarfs Glerárkirkju verður haldin sunnudaginn 10. maí næstkomandi og hefst hún með
fjölskylduguðsþjónustu kl. 11:00 þar sem Barnakór Glerárkirkju og Æskulýðskór Glerárkirkju koma fram undir stjórn
Ástu Magnúsdóttur tónmenntakennara. Sérstakur gestur dagsins er Magni Ásgeirsson, undirleik annast Valmar Väljaots en sr. Arnaldur og Pétur
djákni þjóna við athöfnina.
Eftir stundina í kirkjunni tekur við fjölbreytt dagskrá, börnunum er boðið að fara stuttan hring í hestakerru, hoppukastalarnir eru
á sínum stað, boðið verður upp á kassaklifur, félagar úr Æskulýðsfélaginu Glerbrot sýna brúðuleikrit,
grillaðar pylsur og meðlæti á staðnum og svona mætti lengi telja.
Fjölmennum og eigum saman góða stund í kirkjunni og við kirkjuna. Allir velkomnir og aðgangur ókeypis.
04.05.2009
Helgina 15. til 17. maí næstkomandi verða sérstakir fræðslu og kyrrðardagar í Skálholti með föður Kallistos frá Oxford.
Kallistos mun fjalla um kyrrð og kristna íhugun og miðla af reynslu sinni. Nánari upplýsingar
á vef Skálholts.
27.04.2009
Festive Easter Orthodox Church in Akureyri
On Friday, May 1st at 10:00 am there will be a divine Liturgy at Glerarkirkja, Bugdusida 3, 603 Akureyri. Orthodox priest: Timur Zolotuskiy.
22.04.2009
Sumardaginn fyrsta, fimmtudaginn 23. apríl verður skátaguðsþjónusta í Glerárkirkju kl. 11:00. Þar sjá skátar um söng undir
stjórn Snorra Guðvarðarsonar. Prestur verður sr. Gunnlaugur Garðarsson. Kl. 13:30 er svo fermingarmessa í kirkjunni þar sem sr. Gunnlaugur Garðarsson og sr.
Arnaldur Bárðarson þjóna. Félagar úr Kór Glerárkirkju leiða söng. Organisti er Hjörtur Steinbergsson.
16.04.2009
Lokaspretturinn er nú hafinn á foreldramorgnum í Glerárkirkju. Næstkomandi fimmtudag, 23. apríl er enginn foreldramorgunn en allir velkomnir í
skátamessu klukkan ellefu, en að vanda standa skátar fyrir slíkri messu á sumardaginn fyrsta.
Foreldramorgnar verða svo í safnaðarsalnum 30. apríl, 7. maí og 14. maí en þann dag er von á heimsókn frá Ungbarnaverndinni með
fræðslu, nánar auglýst síðar. Sú samvera er um leið lokasamveran þetta vorið. Hefð er fyrir því að foreldrarnir komi saman
í lok vorannar og grilli saman pylsur og verður það auglýst á næstu samverum hvaða háttur verður þar á, hvort grillað
verður á lokasamverunni eða hisst annars staðar til þess.
02.04.2009
Á skírdag, fimmtudaginn 9. apríl kl. 16:00 verða tónleikar Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands í Glerárkirkju. Á
þessum tónleikum fær hljómsveitin til liðs við sig Kór Glerárkirkju og félaga úr Kammerkór Norðurlands við flutning
á Gloríu eftir Antonio Vivaldi. Einsöngvara á tónleikunum verða Helena G. Bjarnadóttir, Eydís S. Úlfarsdóttir og Sigrún
Arngrímsdóttir.
Á tónleikunum verður einnig flutt Canon fyrir strengi eftir Johann Pachelbel og Svíta nr. 3. í D-dúr eftir J.S. Bach. Stjórnandi er Guðmundur
Óli Gunnarsson. Forsala miða er á miði.is (1.500 kr.). Miðaverð við innganginn er 2.000. krónur. Aðgangur ókeypis fyrir 20 ára og yngri.