19.02.2009
Næstkomandi sunnudag, 22. febrúar verður boðið upp á fræðslu í safnaðarsal kirkjunnar á undan messu eða kl. 10:00 árdegis.
Þar mun Kristján Már Magnússon sálfræðingur fjalla um efnið Samskipti foreldra og barna og unglingsárin. Minnt er á að
blessuð börnin eru okkur dýrmætasti fjársjóður og foreldrar og aðrir hvattir til að gefa málefninu tíma. Nánari upplýsingar
gefa prestar kirkjunnar, sr. Gunnlaugur Garðarsson og sr. Arnaldur Bárðarson.
18.02.2009
Fimmtudagsmorgnar eru foreldramorgnar í Glerárkirkju. Þá hittast ríflega 30 foreldrar með lítil börn á samverustund í
safnaðarsalnum þar sem tíminn er fljótur að líða við leik og spjall auk þess sem rómað morgunverðarhlaðborð Rósu
ráðskonu svíkur engan. Allir eru velkomnir á foreldramorgna í kirkjunni.
19.01.2009
Pétur Björgvin skrifar pistil dagsins á trú.is. Þar segir hann m.a.: ,,Sjálfur vil ég reyna að hafa Guð með í öllum
aðstæðum, spyrja um hans vilja og hvað ég geti gert fyrir hann." Lesa áfram á trú.is.
22.06.2008
Eitt af þeim verkefnum sem Evrópuráðið hefur einbeitt sér að hin síðustu ár snýr að trúarlegu víddinni í
fjölmenningarsamfélaginu. Það er vilji Evrópuráðsins að auka umræðu um og rannsóknir á hinu fjöltrúarlega umhverfi sem
fær sífellt meira vægi í stjórnmálum, menntamálum og samfélagi fólks um allan heim. Verkefni sem þetta felur ýmsar
áskoranir í sér enda snýr það að heimsmynd fólks, trúarlegum og siðferðislegum gildum þeirra. Afrakstur þessarar vinnu er
meðal annars bók sem kom út undir ritstjórn John Keast á síðasta ári og nefnist ,,Religious diversity and intercultural education: a reference book
for schools." Lesendur glerarkirkja.is eru hvattir til að lesa kynningu á bókinni sem nálgast má á netinu (pdf-skjal, 498 kb).
Smellið hér til að lesa kynninguna.
(Pétur Björgvin skráði 22. júní 2008)