14.07.2010
Félagar úr æskulýðsfélaginu Glerbroti stefna á þátttöku í Hólahátíð sem haldin verður 13. til 15.
ágúst næstkomandi, en hátíðin er að þessu sinni tileinkuð unga fólkinu og er yfirskriftin ,,Unga kirkjan" - sjá nánar í frétt á vef
Eyjafjarðarprófastsdæmis.
08.07.2010
Mikill hátíðarblær var yfir dagskrá sem fram fór í Glerárkirkju síðastliðinn laugardag, 3. júlí en þar
hittust sjómenn sem áttu það sameiginlegt að hafa sótt sjóinn á síðutogurunum frá Akureyri. Á mbl.is má lesa
skemmtilega frétt um þennan viðburð undir yfirskriftinni ,,Endurfundir
togarajaxla".
08.07.2010
Um árabil hefur æskulýðsstarf Glerárkirkju notið styrkja frá Evrópu Unga Fólksins og meðal annars hafa þessir styrkir falið
í sér stuðning við sjálfboðið starf ungmenna erlendis frá sem hafa sinnt ýmsum verkefnum í æskulýðsstarfinu sem og í
nærliggjandi leikskólum. Í byrjun júlí hélt einn sjálfboðaliðinn heim að lokinni tíu mánaða dvöl og annar
sjálfboðaliði mun halda heim í ágúst. Hér fyrir neðan gefa þær Jule Dörr og Yvonne Kodela lesendum glerarkirkja.is innlit í
hlutverk sitt sem sjálfboðaliðar og velta vöngum yfir því sem gekk vel og því sem hefði mátt fara betur.
Hæ hæ,
we are the volunteers here in Glerárkirkja.
My name is Jule (til hægri á myndinni) and my stay here lasts from September until June, so I will have been here ten month like the most volunteers in this project do. And I am Yvonne
(til vinstri á myndinni), I am here since February until August, which means six months.
The European Union has a program called "Youth for Europe". This offers different kinds of activities
for intercultural work with youth, for example the European Voluntary Service, this is what we are doing. It makes it possible to live for some weeks (short term service) or months (long term
service) in another country with finical support from the EU. We got an accommodation, food money, language courses, trainings and even pocket money. In opposite to a normal worker we work just six
hours per day so we have time to learn about the country and the language and write our youth pass. This document describes what we have learned in our volunteer service and may help us in our future
to apply for a job.
Glerárkirkja is our host organization but that doesn`t mean we are just working there. Half of our working time we spend in a Kindergarten (Krógaból and Sunnuból). In
the afternoons we are mostly in the church: We took care of the confirmation kids and led together with some Icelanders youth groups like Kirkjuskóli, TTT and Glerbrot. We also participated in
the youth choir. When some of those groups made an excursion we always went with them and helped.
Besides we help with some special kind of activities like a program for the International Day against Racism in Glerártorg or a youth exchange between Iceland and Germany. There we are part of
the preparation team and organize and lead some parts of the program on ourselves.
In general we like our work but of course there are also some difficulties.
At the beginning it seemed to be hard for our colleges to keep in mind that we didn´t understand them and that they had to tell us some things separately because we didn`t understand their
timetables or conversations.
But then later when we had some practice in Icelandic it would be great to continue practicing by speaking with people. So the people around us need to respond to us and figure out when it is
necessary to speak English and when not. This is not as difficult as it sounds because they can just ask us or speak to us in one language and see how we react.
Because of the language barrier it is difficult to make connections to the youth of the youth groups. And of course the kids speak more with the Icelandic leaders because it is much easier for them.
In the beginning it was great that there were some experienced Icelandic leaders who led mostly and we could more or less just watch and get to know the groups.
But then we would have liked to be more integrated in the team. It would have been great to lead more parts on our own although it would have been probably be more difficult. Because in that way the
kids would have had the possibility to get to know us (and we them) and we would have been able to learn how to express ourselves in a way that they could understand us.
In September two new volunteers will arrive. We hope they will feel welcome and can profit from the experience our colleges probably have now by working with foreigners. We also would like to wish
them a great time here as well and hope that the team work will get better and better.
Yours Jule and Yvonne
ATHS:
Evrópu Unga Fólksins verkefnin er fjármögnuð með styrk frá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins. Þær upplýsingar sem
hér koma fram lýsa aðeins viðhorfum höfunda. Framkvæmdastjórnin tekur ekki ábyrgð á hvernig upplýsingar sem hér er að finna
eru notaðar.
20.06.2010
Þetta er stórkostlegt tækifæri til að koma aftur heim og það hlakka allir í fjölskyldunni til að flytja norður," segir sr. Arna
Ýrr Sigurðardóttir í vidtali á vikudagur.is
17.06.2010
Í hugvekju dagsins á trú.is skrifar Pétur Björgvin djákni m.a.: ,,Það er þörf á fólki eins og
þér í dag! Fólki sem mætir á hátíð sem þessa til að samgleðjast með öðrum Íslendingum yfir því
sem við eigum og höfum. Nýtt Ísland byggir á þessum kærleika til náungans og landsins og verður ekki byggt upp nema að við lærum
að koma í veg fyrir að valtað sé yfir landið okkar og fólkið sem í því býr." Smellið hér til að lesa hugvekju á trú.is.
16.06.2010
Starfsfólk Glerárkirkju ásamt sóknarpresti sr. Gunnlaugi Garðarssyni héldu í dag lítið hóf til heiðurs sr. Helga
Hróbjartssyni sem nú kveður söfnuðinn eftir að hafa sinnt afleysingarstörfum prests í um hálft ár í Glerárprestakalli. Voru sr.
Helga þökkuð góð störf og allt framlag hans, kirkju og kristni til blessunar í söfnuðinum. Helgi mun fljótlega halda til
Eþíópíu þar sem hann mun sinna leiðtogafræðslu fyrir fleiri söfnuði í suður Eþíópíu. En áður
en hann fer til starfa þar mun hann taka virkan þátt í kristniboðsmótinu á Löngumýri 16. til 18. júlí. Allir eru hjartanlega
velkomnir á mótið! Skráning fer fram á Löngumýri í síma 453 8116. Frekari upplýsingar fást á skrifstofu
Kristniboðssambandsins, Háaleitisbraut 68, s. 533 4900, netfang: sik@sik.is.
15.06.2010
Arna Ýrr Sigurðardóttir er nýr prestur í Glerárprestakalli. Innsetningarmessa hennar verður sunnudagskvöldið 20. júní kl. 20:30 en
þar mun sr. Hannes Örn Blandon prófastur setja hana inn í embætti. Vinir og velunnarar kirkjunnar eru hvattir til að mæta. Sr. Arna Ýrr mun predika og
þjóna ásamt sr. Gunnlaugi Garðarssyni sóknarpresti. Kór Glerárkirkju mun leiða sönginn í helgihaldinu undir stjórn organista
kirkjunnar, Valmars Väljaots. Að messu lokinni er boðið upp á kaffi í safnaðarsal.
Sr. Arna Ýrr er fædd og uppalin á Akureyri, gekk í Oddeyrarskóla og lauk stúdentsprófi frá MA. Hún vígðist sem prestur til
Raufarhafnar 20. ágúst 2000 og gegndi því embætti í sex ár, eða allt þar til það var lagt niður árið 2006.
Þá tók hún við starfi sem prestur í tveimur sóknum í Reykjavík, í Langholtssókn og Bústaðasókn, þar
sem hún starfaði við hlið sóknarprestanna. Hún er gift Elvari Árna Lund, sjávarútvegsfræðingi og eiga þau tvo syni, Níels
Árna, 5 ára og Benedikt Árna 2 ára. Fyrir á sr. Arna, Loga sem er 22 ára. Aðspurð segist sr. Arna Ýrr hlakka mikið til að koma til
starfa í söfnuðinum og ekki skemmir fyrir tækifærið að fá að starfa sem prestur í sínum heimabæ.
03.05.2010
Fjórir umsækjendur eru um stöðu prests í Glerárprestakalli sem veitt er frá 1. júní næstkomandi. Þau eru: Sr. Arna Ýrr
Sigurðardóttir, sr. Jóna Lovísa Jónsdóttir, Stefán Einar Stefánsson guðfræðingur og sr. Þorgeir Arason. (Sjá nánar á kirkjan.is)
11.04.2010
Jafnréttisnefnd Þjóðkirkjunnar stendur fyrir ráðstefnu í Glerárkirkju 23. apríl næstkomandi undir yfirskriftinni
,,Þjóðkirkjan og samþætting kynjasjónarmiða." Vænst er þátttakenda af landinu öllu.
Sjá nánar á www.kirkjan.is/jafnretti.
26.03.2010
Næstkomandi fimmtudag, 1. apríl (Skírdagur) fellur foreldramorgunn niður en dagskráin á vorönn verður sem hér segir: