Fréttir

SMS-lán og fjárhagsleg heilsa

Í dag birtist á trú.is mjög þarfur pistill Ragnheiðar Sverrisdóttur djákna og sviðsstjóra kærleiksþjónustusviðs Biskupsstofu þar sem hún bendir á þá varhugaverðu þróun sem svokölluð SMS-lán geta kallað fram: ,,Þessi lán eru ávísun á fjárhagsleg vandamál einmitt vegna þess hve auðvelt er að nálgast þau - bara eitt sms skeyti.” Lesa pistil á trú.is

Embætti prests í Glerárprestakalli auglýst

Biskup Íslands auglýsir laust til umsóknar embætti prests í Glerárprestakalli, Eyjafjarðarprófastsdæmi frá 1. júní 2010. Sjá nánar á kirkjan.is.

Emmaus námskeið hefst í Glerárkirkju

Á morgun, miðvikudaginn 17. febrúar hefst Emmaus-námskeið í Glerárkirkju. Sjá nánar á vef Eyjafjarðarprófastsdæmis.

Söngbúðir á Löngumýri

Fermingarbörnum í Glerárkirkju býðst að taka þátt í söngbúðum á Löngumýri dagana 13. til 14. febrúar næstkomandi með félögum úr Æskulýðskór Glerárkirkju. Nánari upplýsingar má finna í auglýsingabæklingi hér á netinu. Athugið aðeins 40 pláss! Fyrstur kemur, fyrstur fær.

Helfararinnar minnst

27. janúar er alþjóðlegur minningardagur helfararinnar. En það var árið 2005 sem allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna tók þá ákvörðun, 60 árum eftir að heimsstyrjöldinni síðari lauk. Í tilefni dagsins skrifar Pétur Björgvin djákni pistil á trú.is.

Samverur eldri borgara í Glerárkirkju

Glerárkirkja býður eldri borgara sérstaklega velkomna á síðdegissamverur sem haldnar eru reglulega í safnaðarsal kirkjunnar. Þær eru í umsjón prests eða djákna og organista. Oftar en ekki eru fengnir góðir gestir til þess að líta inn, segja sögur sínar eða flytja tónlist. Á vorönn 2010 verða þessar samverur sem hér segir: Fimmtudagur 28. janúar kl. 15:00 Fimmtudagur 18. febrúar kl. 15:00 Fimmtudagur 18. mars kl. 15:00 Fimmtudagur 15. apríl kl. 15:00 Dagur eldri borgara verður svo haldinn hátíðlegur í Glerárkirkju á uppstigningardegi, 13. maí með guðsþjónustu kl. 14:00. Kaffi og meðlæti að guðsþjónustu lokinni verður í umsjón Kvenfélagsins Baldursbrár.

TTT klúbburinn

TTT er klúbbastarf fyrir tíu til tólf ára krakka (fimmti til sjöundi bekkur). Starfið fer fram á neðri hæð Glerárkirkju alla þriðjudaga frá klukkan fimm til klukkan sex. Þar er fræðst um biblíuna, farið í leiki, föndrað, spjallað, hlegið, leikin leikrit og margt fleira til gamans gert. Þá fer hópurinn saman í helgarferð fyrir páska (1.500 kr. ferðakostnaður). Athugið að þátttaka er að öðru leyti ókeypis, öll börn velkomin og foreldrum velkomið að taka þátt í starfinu eftir því sem þau hafa tök á. Nánari upplýsingar gefur Gréta í síma 462 1340.

Fyrirætlanir til heilla

Æskulýðsfélagið Glerbrot er eitt þeirra æskulýðsfélaga sem stefnir á þátttöku í æskulýðsmóti í Stjórutjarnaskóla dagana 29. til 31. maí næstkomandi. Nánar má fræðast um mótið á vef Eyjafjarðarprófastsdæmis.

Jólatónleikar Kórs Glerárkirkju

Kór Glerárkirkju heldur sína árlegu jólatónleika í Glerárkirkju sunnudaginn 20. desember kl. 17:00. Fram koma auk Kórs Glerárkirkju: Karlakór Akureyrar-Geysir og sérstakur gestasöngvari Magni Ásgeirsson. Stjórnandi er Valmar Väljaots. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.

Barna- og unglingastarfið

Næstkomandi sunnudag, 20. desember er barnastarf á messutíma kl. 11:00. Að loknu sameiginlegu upphafi í messunni ganga börnin yfir í safnaðarsalinn og eiga þar sunnudagaskólastund. Þessi stund er síðasta barnastarfssamveran fyrir jól. Starfið hefst aftur á nýju ári sunnudaginn 17. janúar. Annað barna- og unglingastarf er komið í vetrarfrí. Á nýju ári hefst kirkjuskólinn (1. - 4. bekkur) mánudaginn 18. janúar, TTT starfið og æskulýðsfélagið Glerbrot þriðjudaginn 19. janúar.