20.10.2010
Foreldrum barna í Barnakór Glerárkirkju er bent á að mánudaginn 24. október er engin æfing, en þann dag eru skólarnir í
vetrarfríi. Hins vegar er mikilvægt að hafa í huga að kórinn kemur fram í fjölskylduguðsþjónustu 31. október næstkomandi
og mikilvægt að öll börnin mæti þangað. Nánari upplýsingar gefur Hjördís Eva kórstjóri, hjordis@glerarkirkja.is
17.10.2010
Landsmót æskulýðsfélaga þjóðkirkjunnar hefur staðið yfir um helgina á Akureyri. Lesa má nánar um
mótið á kirkjan.is:
Vilja frelsa eitt þrælabarn fyrir hverja götu á Akureyri
Hendur Guðs til góðra verka í heiminum - landsmótið sett
Unglingar sem ætla að breyta heiminum - söfnun á Glerártorgi
Félagar úr æskulýðsfélaginu Glerbrot voru að sjálfsögðu á staðnum ásamt leiðtogunum sínum, þeim
Samúel Erni og Stefaníu Ósk. Mótinu lýkur í dag sunnudag með guðsþjónustu kl. 11:00 í Akureyrarkirkju.
17.10.2010
Þessi vika er frábrugðin öðrum hvað fermingarfræðsluna í Glerárkirkju varðar en allir fræðsluhóparnir bregða undir sig
betri fætinum og fara í dagsferð í Skagafjörð. Brottför er frá Glerárkirkju kl. 08:30. Ferðirnar eru sem hér segir:
Mánudagur 18. október: Síðuskóli
Fimmtudagur 21. október: Giljaskóli
Föstudagur 22. október: Glerárskóli
Nánari upplýsingar gefa prestar kirkjunnar, sr. Arna Ýrr Sigurðardóttir, s. 864 8456 og sr. Gunnlaugur Garðarsson, s. 864 8455.
17.10.2010
,,Er við sjáum fréttirnar, af fátæklingum hér og þar. Finnum kannski til með þeim en gerum ekki neitt í því. Við
ættum kannski að íhuga, að setja okkur í þeirra spor. Vera góð við náungann og hjálpa þeim sem eiga bágt." Þennan
texta bjuggu nokkrir unglingar úr starfinu í Glerárkirkju til. Hann er okkur öllum þörf áminning, sjá nánar í pistli á trú.is.
14.10.2010
Efstu mál á baugi hjá Lútherska heimssambandinu er yfirskrift á öðru umræðukvöldinu í Gleraárkirkju á
mánudagskvöldi 18. október kl. 20.00. Magnea Sverrisdóttir, djákni í Hallgrímskirkju og fræðslufulltrúi á Biskupsstofu
situr í stjórn Lútherska heimssambandsins. Í erindi sínu mun hún gera grein fyir helstu málum sem þar eru í umræðunni í
dag. Sjá nánar á vef
Eyjafjarðarprófastsdæmis.
08.10.2010
Fræðslusvið Biskupsstofu gaf nýverið út rafbókina ,,Að gera og vera" sem er íslensk þýðing á skjalinu ,,To
be and to do" sem Eurodiaconia gaf út fyrir nokkrum árum. Pétur Björgvin djákni í Glerárkirkju skrifar smápistil á trú.is í
tilefni af útkomu bókarinnar.Lesa pistil á trú.is.
06.10.2010
Í frétt ríkisútvarpsins 3. október s.l. var sagt að þjóðkirkjan og ýmsar stofnanir og sjóðir kirkjunnar fengju 4,4
milljarða frá ríkinu á næsta fjárlagafrumvarpi. Hér er ekki notað rétt orðalag. Á trú.is er að finna pistil Halldórs Gunnarssonar þar sem hann útskýrir þetta
nánar.
23.09.2010
1. október hefjast í Glerárkirkju umræðukvöld sem haldin eru í samstarfi við Eyjafjarðarprófastsdæmi. Yfirskrift
umræðukvöldanna er ,,Fylgjum kindagötunni ... fyrst hún er þarna."
23.09.2010
Safnaðarblaði Glerárkirkju er dreift í öll hús á Akureyri norðan Glerár í dag. Þau sem einhverra hluta vegna fá ekki
blaðið til sín eru beðin um að láta vita í Glerárkirkju í síma 464 8800. Þeim sem búa sunnan Glerár er bent á
að nálgast má eintök af blaðinu í Glerárkirkju og fljótlega hér á vefnum.
23.09.2010
Í pistli sem birtist í gær á trú.is skrifar Pétur Björgvin, djákni í Glerárkirkju meðal annars: ,,Við erum
kölluð til ábyrgðar. Ábyrgðin felur í sér að við leitum að leiðum til að gera börn öruggari meðal fólks,
gefumst ekki upp."