19.01.2011
Það er ýmislegt sem gengur á í dagsins önn. Djákninn ákvað að auglýsa sunnudagaskólastarfið
og minna á að það er í gangi alla sunnudaga og viti menn, þessi fína auglýsing er nú á baksíðu Dagskrárinnar, eina sem
er ekki fínt er að hún fór inn með vitlausri dagsetningu, það er semsagt að sjálfsögðu sunnudagaskóli á sunnudaginn!
Réttu auglýsinguna má skoða hér!
18.01.2011
Skráning stendur yfir á samskiptanámskeiðið ÁST FYRIR LÍFIÐ og er fólk hvatt til að skrá sig strax í dag á netfangið
petur[hjá]glerarkirkja.is
Skoða frétt um námskeiðið hér á vef Glerárkirkju
Fræðast nánar um bókina og námskeiðin
23.01.2011
Spiel und Spass er heiti á tómstundastarfi fyrir krakka sem eru þýskumælandi - bæði þau sem eru með þýskan bakgrunn sem og þau
sem hafa búið í Þýskalandi í einhvern tíma. Boðið verður upp á samverur í nokkur skipti á sunnudögum nú
á vorönn, en hér er um tilraunaverkefni að ræða. - Für Deutsch bitte auf ,,Lesa meira" klicken.
17.01.2011
Samkirkjuleg bænavika hófst í gær, sunnudaginn 16. janúar með útvarpsguðsþjónustu í Glerárkirkju. Þar flutti Imma,
Ingibjörg Jónsdóttir foringi í Hjálpræðishernum, blessunarrík orð sem nú má nálgast á trú.is, en einnig er
hægt að hlusta á athöfnina í heild sinni á vef RÚV.
Lesa prédikun Immu á trú.is
Hlusta á athöfnina á RÚV.is
Skoða dagskrá bænavikunnar
Skoða myndir frá athöfninni
14.01.2011
Nú er framundan nýtt og spennandi ár hjá Kór Glerárkirkju. Við getum bætt við okkur söngfólki í allar raddir en eins og
margir kórar erum við sérstaklega á höttunum eftir tenórum. Nánari upplýsingar gefur Valmar Väljaots í síma 849 2949.
Líka má senda honum póst á netfangið: valmar@glerarkirkja.is
12.01.2011
Vordagskrá æskulýðsfélagsins Glerbrots var samþykkt á félagsfundi í gærkvöldi en tíu krakkar mættu á fund til
þess að ræða dagskrá vorsins ásamt þeim Stefaníu Ósk og Samúel Erni sem hafa umsjón með starfinu á vorönn.
Dagskrá félagsins má nálgast á vef kirkjunnar sem pdf-skjal.
11.01.2011
Hér á eftir má sjá upplýsingar um áætlaða fermingardaga vorið 2012 í Glerárkirkju.
11.01.2011
Þessa dagana er unnið að uppsetningu á nýjum vef fyrir Glerárkirkju og því er þetta nokkurs konar vinnusvæði þar sem
upplýsingarnar verða meiri og meiri - við biðjumst velvirðingar á því. Vinsamlegast notið fyrirspurnadálkinn (sjá tengil hér efst
til hægri) til að senda inn ábendingar varðandi síðuna. Ein ábending sem barst var að tengja síðuna við Twitter og nú prófum
við það!
16.01.2011
Árleg bænavika um einingu kristinna manna verður í söfnuðunum á Akureyri 16. - 23. janúar. Bænavikan hefst með
útvarpsguðsþjónustu frá Glerárkirkju sunnudaginn 16. janúar kl. 11:00
23.01.2011
Samskiptanámskeiðið Ást fyrir lífið er ætlað fólki á öllum aldri sem vill leggja vinnu í samband við maka og aðra
meðlimi fjölskyldunnar. Sunnudaginn 23. janúar verður boðið upp á námskeiðið í Glerárkirkju.