Fréttir

Kvenfélagið Baldursbrá með bingó 19. febrúar kl. 14:00

Kvenfélagið Baldursbrá stendur fyrir bingói í safnaðarsal Glerárkirkju laugardaginn 19. febrúar kl. 14:00. Allur ágóði rennur í ferðasjóð Jóhanns Þórs Hólmgrímssonar í skíðaskóla fatlaðra í Winter Park í Colorado.

Þjóðgildin í Glerárkirkju - frásögn frá kvöldi 2

Þessar vikurnar fer fram umræða um þjóðgildin á mánudagskvöldum í Glerárkirkju. Síðastliðið mánudagskvöld var rætt um hugtökin ábyrgð og frelsi. Framsögumaður var Baldur Dýrfjörð frá Sjálfsstæðisflokknum, en sr. Svavar A. Jónsson hóf kvöldið með helgistund þar sem hann ræddi um hugtökin í hugleiðingu sinni. Á vef Eyjafjarðarprófastsdæmis má nú lesa samantekt frá kvöldinu.

Andlegt líf á Akureyri og Matthías Jochumsson

Áhugasömum er bent á að nú má nálgast myndbandsupptöku af fyrirlestri dr. Péturs Péturssonar um Matthías Jochumsson og andlegt líf á Akureyri á vef AkureyrarAkademíunnar.

Baldur Dýrfjörð talar um ábyrgð og frelsi

Þjóðgildakvöldin, umræðukvöld um þjóðgildin og kristna siðfræði halda áfram í Glerárkirkju næstkomandi mánudagskvöld 14. febrúar og hefst dagskráin kl. 20:00. Framsögumaður er Baldur Dýrfjörð frá Sjálfsstæðisflokknum. Helgistund kvöldsins er í umsjón sr. Svavars Alfreðs Jónssonar. Sjá nánar á vef prófastsdæmisins.

Fræðslumynd um Vísindakirkjuna á RÚV í kvöld

Við hér í Glerárkirkju bendum fólki á fræðslumynd sem nefnist Vísindakirkjan - Sannleikurinn um lygina sem verður sýnd á RÚV kl. 22:15 í kvöld. Hér er um heimildamynd um Vísindakirkjuna og aðferðirnar sem notaðar eru til þess að lokka fólk í hana og halda því þar.

Þjóðgildin í Glerárkirkju - frásögn frá kvöldi 1

Á vef prófastsdæmisins má nú finna stutta samantekt frá fyrsta umræðukvöldinu um þjóðgildin. Lesa áfram á vef prófastsdæmisins.

Þjóðgildin í Glerárkirkju

Í kvöld, mánudagskvöldið 7. febrúar er fyrsta af átta umræðukvöldum um þjóðgildin sem verða í Glerárkirkju í febrúar og mars. Framsögumaður kvöldsins er Gunnar Hersveinn, höfundur bókarinnar ÞJÓÐGILDIN. Lesa má nánar um kvöldin á vef prófastsdæmisins, og einnig pistil á trú.is.

Vel heppnað æskulýðsmót í Brúarási

Ungt fólk úr æskulýðsfélaginu Glerbroti var meðal þátttakenda á æskulýðsmóti sem var haldið í Brúarásskóla á Fljótsdalshéraði, á vegum Æ.S.K.A., Æskulýðssambands kirkjunnar á Austurlandi og ÆSKEY, Æskulýðssambands Eyjafjarðarprófastsdæmis. Um 90 unglingar á aldrinum 13 -16 ára mættu og komu þau af svæðinu frá Akureyri til Breiðdalsvíkur ásamt rúmlega 20 leiðtogum, prestum og djáknum. 

Fermingarbörn úr Glerárskóla aðstoða við fjölskylduguðsþjónustu 6. febrúar

Næstkomandi sunnudag, 6. febrúar munu fermingarbörn úr Glerárskóla taka virkan þátt í helgihaldinu með upplestri og leikrænni tjáningu. Mæting til undirbúnings er kl. 10:00.

Kvöldmessa sunnudaginn 6. febrúar

Sunnudaginn 6. febrúar er kvöldmessa kl. 20:30. Sr. Gunnlaugur Garðarsson þjónar, félagar úr Kór Glerárkirkju leiða almennan söng. Allir velkomnir.