Fréttir

Samtal um þjóðgildin og kristna siðfræði

Eru þjóðgildin bara orðin tóm? Eiga þau erindi til okkar? Hvaða máli skipta þau? Hvernig tengjast hefðir og siðir í landinu tilvist okkar og framtíðarsýn? Þessar og fleiri spurningar verða ræddar á umræðukvöldum í Glerárkirkju sem hefjast 7. febrúar næstkomandi með framsögu Gunnars Hersveins, en umræðukvöldin eru byggð á bók hans Þjóðgildin.

Handvinnukvöld hjá Baldursbrá

Allir eru hjartanlega velkomnir á handavinnukvöld Baldursbrár sem eru öll fimmtudagskvöld milli 19:00 og 21:00 á neðri hæð kirkjunnar. Gengið inn að norðan. Munið aðalfundinn 17. febrúar næstkomandi kl. 20:00!

Alfanámskeið - Líf á nýjum nótum

Miðvikudagskvöldið 26. janúar kl. 18:00 verður kynning á næsta ALFA námskeiði í félagsheimili KFUM og KFUK í Sunnuhlíð. Námskeiðið fjallar um bréf gleðinnar, Filippíbréfið. Umsjón með námskeiðinu hafa sr. Guðmundur Guðmundsson héraðsprestur og Fjalar Freyr Einarssonar kennari. Sjá nánar á vef Eyjafjarðarprófastsdæmis.

Febrúarmót ÆSKEY, KFUM og KFUK

ÆSKEY og KFUM og KFUK á Norðurlandi standa fyrir febrúarmóti dagana 18. og 19. febrúar á Hrafnagili. Þar mun fjöldi krakkar úr TTT klúbbum kirknanna og úr yngri deildar starfi KFUM og KFUK hittast og eiga saman góðar stundir við leik og fræðslu. Sjá nánar: http://www.glerarkirkja.is/is/kirkjan/news/daginn-i-dag-gerdi-drottinn-gud/

Sunnudagaskóli alla sunnudaga

Það er ýmislegt sem gengur á í dagsins önn. Djákninn ákvað að auglýsa sunnudagaskólastarfið og minna á að það er í gangi alla sunnudaga og viti menn, þessi fína auglýsing er nú á baksíðu Dagskrárinnar, eina sem er ekki fínt er að hún fór inn með vitlausri dagsetningu, það er semsagt að sjálfsögðu sunnudagaskóli á sunnudaginn! Réttu auglýsinguna má skoða hér!

Ást fyrir lífið í Glerárkirkju 23. janúar

Skráning stendur yfir á samskiptanámskeiðið ÁST FYRIR LÍFIÐ og er fólk hvatt til að skrá sig strax í dag á netfangið petur[hjá]glerarkirkja.is Skoða frétt um námskeiðið hér á vef Glerárkirkju Fræðast nánar um bókina og námskeiðin

Spiel und Spass

Spiel und Spass er heiti á tómstundastarfi fyrir krakka sem eru þýskumælandi - bæði þau sem eru með þýskan bakgrunn sem og þau sem hafa búið í Þýskalandi í einhvern tíma. Boðið verður upp á samverur í nokkur skipti á sunnudögum nú á vorönn, en hér er um tilraunaverkefni að ræða. - Für Deutsch bitte auf ,,Lesa meira" klicken.

Knýjum á náðardyr Drottins

Samkirkjuleg bænavika hófst í gær, sunnudaginn 16. janúar með útvarpsguðsþjónustu í Glerárkirkju. Þar flutti Imma, Ingibjörg Jónsdóttir foringi í Hjálpræðishernum, blessunarrík orð sem nú má nálgast á trú.is, en einnig er hægt að hlusta á athöfnina í heild sinni á vef RÚV. Lesa prédikun Immu á trú.is Hlusta á athöfnina á RÚV.is Skoða dagskrá bænavikunnar Skoða myndir frá athöfninni

Kór Glerárkirkju

Nú er framundan nýtt og spennandi ár hjá Kór Glerárkirkju. Við getum bætt við okkur söngfólki í allar raddir en eins og margir kórar erum við sérstaklega á höttunum eftir tenórum. Nánari upplýsingar gefur Valmar Väljaots í síma 849 2949.  Líka má senda honum póst á netfangið: valmar@glerarkirkja.is

Vordagskrá æskulýðsfélagsins Glerbrots!

Vordagskrá æskulýðsfélagsins Glerbrots var samþykkt á félagsfundi í gærkvöldi en tíu krakkar mættu á fund til þess að ræða dagskrá vorsins ásamt þeim Stefaníu Ósk og Samúel Erni sem hafa umsjón með starfinu á vorönn. Dagskrá félagsins má nálgast á vef kirkjunnar sem  pdf-skjal.