Fréttir

Kveðja frá Úganda til fermingarbarna

Fermingarbörn úr Glerárkirkju tóku þátt í söfnun til styrktar Hjálparstarfinu í Úganda í vetur ásamt fjölda fermingarbarna víðsvegar á landinu. Söfnunin gekk vel. Nú hefur borist kveðja frá Úganda þar sem að Charity sem var ein þeirra sem heimsótti fermingarbörn á Íslandi sendir kveðju. En félagi hennar heimsótti fermingarbörn í Glerárkirkju.

Innlit í umræðuna um þjóðgildin

Innlegg á umræðukvöldi 28. mars 2011

Sr. Dalla um hófsemdina

Á trú.is má nú lesa pistil sem sr. Dalla Þórðardóttir prófastur í Húnavatns- og Skagafjarðarprófastsdæmi flutti á þjóðgildakvöldi fyrir viku síðan. Þar sagði hún meðal annars: Á undanförnum misserum voru þau mörg sem voru yfirkomin af græðginni, vitleysunni, blekkingunni. En við vildum ekki hlusta.Það var verið að reyna að hreinsa og snúa á réttan veg aftur.En nú erum við fleiri farin að hlusta á þessar raddir og því eins var Þjóðfundurinn haldinn. Við erum á leiðinni.  Lesa áfram á trú.is

Fermingar nálgast

Fermingar nálgast í Glerárkirkju. Fyrri foreldrafundurinn til undirbúnings athafnanna var haldinn í dag, sunnudaginn 27. mars. Seinni foreldrafundurinn verður svo haldinn sunnudaginn 3. apríl að fjölskylduguðsþjónustu lokinni. Foreldrar og forráðafólk sem náði ekki að mæta í dag er hvatt til að mæta að viku liðinni. Hér á vefnum má nálgast ýmsar upplýsingar um fermingar í Glerárkirkju.

Áhugaverður þáttur á Rás 1 um Áskel Jónsson

Í dag, föstudaginn 25. mars mátti hlýða á áhugaverðan þátt á Rás 1 um organistann okkar ástkæra, Áskel Jónsson. Áskell var organisti Lögmannshlíðarsóknar frá 1945 til 1987. Umsjónarmaður þáttarins var Birgir Sveinbjörnsson. Hægt er að hlusta á þáttinn á netinu, auk þess sem þátturinn verður endurfluttur sunnudaginn 27. mars á Rás 2 kl. 23:20.

Vorhátíð KFUM og KFUK í Sunnuhlíð

Vorhátíð KFUM og KFUK á Akureyri verður í félagsheimili þeirra í Sunnuhlíð á Akureyri laugardaginn 26. mars frá 14:00 til 16:00. Þennan dag hefst einnig skráning í allar sumarbúðir KFUM og KFUK.

Þjóðgildaumræðan er mikilvæg

Lifandi umræða um þjóðgildin

Mánudagskvöldin eru þjóðgildakvöld í Glerárkirkju. Framundan eru spennandi hringborðsumræður um þjóðgildin, mánudagskvöldið 28. mars næstkomandi og hefst dagskráin kl. 20:00. Vakin er athygli á því að samantektir frá kvöldunum má finna á vef prófastsdæmisins. Það eru allir hjartanlega velkomnir á þessi umræðukvöld. Aðgangur er ókeypis og boðið upp á léttar kaffiveitingar í hléi.

Messa sunnudaginn 27. mars

Sr. Gunnlaugur Garðarsson þjónar. Félagar úr Kór Glerárkirkju leiða almennan safnaðarsöng undir stjórn Valmars Väljaots.  Barnastarf í safnaðarheimili á sama tíma, sameiginlegt upphaf.  Allir velkomnir.

Fundir með foreldrum fermingarbarna

Sunnudaginn 27. mars og sunnudaginn 3. apríl verða haldnir fundir með foreldrum fermingarbarna í kjölfar messu kl. 11. Umræðuefni fundanna verður tilhögun fermingarinnar, æfingar o.fl. Foreldrar geta valið hvorn fundinn sem er, eftir hentugleikum.