20.06.2011
Í ljósi atburða síðustu daga hef ég spurt sjálfan mig hvort verið geti að ég og jafnvel fleiri vígðir þjónar í
kirkjunni séum týnd í smáatriðunum, blinduð af sjálflægri þekkingu og sannfærð um að geta bjargað kirkju Krists í eigin
mætti. Á meðan stækkar hins vegar gjáin milli kirkju og þjóðar.
Lesa áfram á trú.is
17.06.2011
Kvenfélagið Baldursbrá verður með sitt árlega kaffihlaðborð í safnaðarsal Glerárkirkju á
þjóðhátíðardaginn, 17. júní frá kl. 14:30. Verð fyrir fullorðna er kr. 1500 og kr. 750 fyrir börn á aldrinum sjö til
fjórtán ára, en frítt er fyrir yngri börn. ATH: Ekki er tekið við greiðslukortum.
Í andyri kirkjunnar verður Ingibjörg María Gylfadóttir með ljósmyndasýninguna FRELSIÐ frá 14:30 til 17:00.
14.06.2011
Þessa dagana er verið að undirbúa sýningu á gömlum biblíumyndum sem verður seinna í sumar hér í Glerárkirkju. Hluti
undirbúningsins er að myndirnar hafa nú verið gerðar aðgengilegar hér á vef Glerárkirkju. Annars vegar er um myndir eftir danska listamanninn Poul
Steffensen (1866-1923) að ræða og hins vegar myndir eftir breska listakonu og trúboða sem hét Elsie Anna Wood (1887-1978).
Myndir eftir Poul Steffensen - Myndir eftir Elsie Anna Wood
12.06.2011
Athygli er vakin á því að lesa má útdrátt greinar sem birtist í Morgunblaðinu í gær, laugardaginn 11. júní undir
ofangreindri yfirskrift á trú.is, en þar segir m.a.:
Trúarlega víddin í fjölmenningunni hefur fengið lítið rými innan félagsvísindarannsókna.
Því er erfitt að taka ígrundaðar ákvarðanir um trú og skóla.
Lesa pistil á trú.is
06.06.2011
Á sunnudögum vaknaði afi fyrir allar aldir. Hann var meðhjálpari, vildi hafa kirkjuna fína og fór snemma. Við amma
fórum í spariföt þó nokkru seinna og héldum til kirkju. Þegar við komum í kirkjuna var hún hrein og strokin. Hver sunnudagur var
hátíð. Upplifun mín var að við værum öll svo fín.
Lesa pistil á trú.is
31.05.2011
Glerárkirkja átti fulltrúa meðal þeirra sem sóttu Kirkjuþing unga fólksins í Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmi
laugardaginn 28. maí. Unnið var í fjórum hópum og kom hver hópur með eina eða fleiri ályktanir sem allar voru samþykktar (að hluta til
sameinaðar). Upptakan hér að ofan er frá þeim hluta þingsins þegar ályktanirnar voru kynntar fyrir fundinum.
27.05.2011
25 ár eru liðin frá því að leikskólinn Krógaból tók til starfa sem foreldrarekinn leikskóli í húsnæði
að Löngumýri 16 á Akureyri, en fljótlega, eða í ágúst 1989 flutti leikskólinn á neðri hæð Glerárkirkju og
hefur verið þar síðan. Í dag var mikil gleði og hátíð í leikskólanum í tilefni af afmælinu.
Starfsfólk og sóknarnefnd Glerárkirkju óskar starfsfólki, foreldrum og að sjálfsögðu öllum börnunum til hamingju með daginn.
Hér á vef Glerárkirkju má skoða nokkrar myndir af því hvernig hátíðin blasti
við okkar af svölunum á efri hæð kirkjunnar.
29.05.2011
Sunnudaginn 29. maí kl. 14:00 verður hátíðarmessa vegna 150 ára afmælis þeirrar kirkju sem nú stendur í Lögmannshlíð.
Vígðir þjónar kirkjunnar þjóna, Jón A. Baldvinsson, vígslubiskup á Hólum prédikar. Að messu lokinni er boðið til
messukaffis í safnaðarheimili Glerárkirkju. Allir velkomnir.
01.06.2011
Aðalfundur Kórs Glerárkirkju verður haldinn miðvikudaginn 1. júní kl. 20.30
Dagskrá.
1. Fundur settur
2. Kosning fundarstjóra og ritara
3. Fundargerð síðasta aðalfundar lesin
4. Skýrsla formanns
5. Skýrsla gjaldkera, ársreikningar lagðir fram
6. Kosning stjórnar og varamanna
7. kosning raddstjóra, nótnavarða og skoðunarmanna reikninga
8.Kaffihlé
9. Önnur mál.
24.05.2011
Á aðalsafnaðarfundi sunnudaginn 22. maí síðastliðinn fóru fram kosningar í sóknarnefnd.