12.05.2011
Næsta landsmót æskulýðsfélaga verður síðustu helgina í október á Selfossi - að sjálfsögðu verður
æskulýðsstarf Glerárkirkju á staðnum!
22.05.2011
Aðalsafnaðarfundur Lögmannshlíðarsóknar verður haldinn sunnudaginn 22. maí næstkomandi að lokinni messu. Messan hefst kl. 11:00. Á
aðalsafnaðarfundi er gerð grein fyrir starfsemi og rekstri sóknarinnar á liðnu starfsári, reikningar afgreiddir og kosið í sóknarnefnd til 4ra
ára. Allir eru velkomnir á aðalsafnaðarfund.
10.05.2011
Rauði Kross Íslands - Akureyrardeild í samstarfi við Vinnumálastofnun stendur fyrir fræðslufundi í Lundarskóla miðvikudaginn 11. maí
kl. 20:00. Þar mun Lára Ómarsdóttir segja frá sinni persónulegu reynslu og gefa kreppuráð sem margir geta nýtt sér. Það eru
allir velkomnir og aðgangur er að sjálfsögðu ókeypis.
09.05.2011
Vorhátíð Glerárkirkju var haldin hátíðleg sunnudaginn 8. maí síðastliðinn. Hér á síðunni má nú
skoða nokkrar myndir frá vorhátíðinni.
Skoða myndir.
09.05.2011
Í pistli dagsins á trú.is segir m.a.:
Hann er trúr í hinu smæsta. Af því að honum hefur verið kennt það. Af
því að trú hans er slík. Af því að hann vill vera heiðarlegur.
Í pistlinum er eitt atriði úr kvikmyndinni ,,Children of Heaven" skoðað lítillega, en myndin er til sýnis á Kirkjulistaviku Akureyrarkirkju í
kvöld kl. 20:00 í safnaðarheimili Akureyrarkirkju.
Lesa pistil á trú.is - Skoða dagskrá Kirkjulistaviku
Akureyrarkirkju
04.05.2011
Í kvöldguðsþjónustu 8. maí kl. 20:30 verður þema stundarinnar söngleikurinn Hárið. Þar er hippatímabilið í
fókus, friðarboðskapur og áhersla á kærleika og fegurð. Krossbandið mun flytja lög úr söngleiknum í íslenskri
þýðingu Davíðs Þórs Jónssonar og fjallað verður um söngleikinn í máli og myndum, og hvernig hann tengist kristnum
boðskap. Allir eru velkomnir.
Lifi ljósið
08.05.2011
SUNNUDAGINN 8. MAÍ FRÁ 11:00 TIL 12:45 er vorhátíð Glerárkirkju. Við hvetjum fjölskyldur, stórar sem smáar, og fólk á
öllum aldri til að fjölmenna. Þennan dag fögnum við því líka að foreldramorgnar í Glerárkirkju eru 20 ára - að
sjálfsögðu fáum við afmælistertu!
07.05.2011
Hvað er hressilegra á fögrum vordegi en að hlusta á skátasöngva sem fjalla um fjöllin blá, fegurð himinsins, gleðina, lífið,
sólina, vináttuna? Tækifæri til að njóta slíks er einmitt næstkomandi laugardag, 7. maí kl. 15:00 en þá heldur
Skátakórinn tónleika í Glerárkirkju þar sem sungin verða lög eftir Tryggva Þorsteinsson.
Auglýsing til útprentunar
30.04.2011
Í dag laugardaginn 30. apríl fylgir Morgunblaðinu aukablað sem ber titilinn ALDUR. Þar er sagt frá verkefni sem Glerárkirkja hefur komið að í
gegnum árin og heitir KYNSLÓÐIR MÆTAST. Upphaflega var þetta verkefni sem sr. Bernharður Guðmundsson stóð fyrir í Skálholti, en
hér á Akureyri tóku Glerárkirkja, Menntaskólinn og Hlíð sig saman um að aðlaga verkefnið fyrir nemendur af síðasta ári MA
og eldri borgara. Akureyrarkirkja og Eyjafjarðarprófastsdæmi bættust svo í hópinn og hafa stutt verkefnið frá upphafi. Áhugasamir eru hvattir
til að kynna sér verkefnið.
26.04.2011
Vegna fermingar 30. apríl verður æfing miðvikudaginn 27. apríl kl. 15:30. Vegna fermingar 1. maí verður æfing föstudaginn 29. apríl kl. 15:30.