08.09.2011
Fyrsta morgunmessa haustsins verður sunnudaginn 11. september nk. og hefst að venju kl. 11. Sr. Arna Ýrr Sigurðardóttir þjónar, Félagar úr
Kór Glerárkirkju leiða almennan söng. Ath. sunnudagaskólinn hefst sunnudaginn 18. september.
07.09.2011
12 spora fundir í Glerárkirkju verða á mánudögum kl. 20:00 í vetur. Fyrsti fundur verður mánudagskvöldið 12. september. Fyrstu
þrjú kvöldin eru svokölluð opin kvöld þar sem öllum gefst kostur á að kynna sér starfið. Frá og með fjórða
kvöldi geta engir nýir bæst í hópinn.
06.09.2011
Tekin verður upp sú nýbreytni í haust í Glerárkirkju, að unglingastarfið fyrir krakka úr áttunda, níunda og tíunda bekk
verður í formi mannréttindanámskeiðs. MeM er skammstöfun sem stendur fyrir ,,Mannréttindi eru Mikilvæg." Hér er á ferðinni lifandi og
skemmtilegt námskeið fyrir krakka sem er ekki sama um fólkið í kringum sig og heiminn allan.
08.09.2011
Æfingar hjá Kór Glerárkirkju hefjast fimmtudagskvöldið 8. september kl. 20:00. Ef þú hefur góða rödd, langar að syngja vandaða
kórtónlist og ert tilbúin/n til að syngja við messur einu sinni til tvisvar í mánuði ... þá gæti Kór Glerárkirkju
verið eitthvað fyrir þig. Kynntu þér málið.
Skoða auglýsingu (pdf-skjal)
04.09.2011
Ást fyrir lífið - hjónabandsbókin, er nú efni stuttra þátta á kristilegu útvarpsstöðinni LINDIN. Á hverju sunnudagskvöldi frá og með deginum í dag, 4. september, verður lesinn einn kafli úr bókinni. Lesarar eru
sr. Arna Ýrr Sigurðardóttir prestur í Glerárkirkju og Pétur Björgvin Þorsteinsson djákni í Glerárkirkju. Kynnir
þáttanna er Fjalar Freyr Einarsson og hefur hann umsjón með þáttunum. Endilega fylgist með á FM 103,1 á Akureyri. Hver þáttur er um
10 mínútna langur og endurtekinn nokkrum sinnum í vikunni.
02.09.2011
Stefnt er að því að hefja fermingarfræðslu í Glerárkirkju í seinni hluta septembermánaðar. Fermingarbörn og foreldrar munu
fá nánari upplýsingar þar að lútandi í bréfi fljótlega. Einnig verður þetta auglýst hér á netinu og í
Dagskránni. Hægt er að senda fyrirspurnir á arna@glerarkirkja.is og gunnlaugur@glerarkirkja.is
31.08.2011
12 spora starfið hefst mánudaginn 12. september með kynningarfundi. Hádegissamverurnar hefjast miðvikudaginn 14. september og foreldramorgnarnir fimmtudaginn 15. september.
Allt verður þetta nánar auglýst í næstu viku, bæði hér á netinu og í Dagskránni. Fylgist með:)
18.09.2011
Barnastarfið samhliða sunnudagsmessum í Glerárkirkju hefst sunnudaginn 18. september. Svipað fyrirkomulag verður á barnastarfinu í vetur og verið
hefur. Sameiginlegt upphaf er í messunni en þátttakendur í barnastarfinu hverfa svo fljótlega úr kirkjunni og yfir í safnaðarsalinn. Mikil
áhersla verður lögð á söng og lifandi sögur.
30.08.2011
Kvöldmessa verður sunnudagskvöldið 4. september kl. 20:30. Sr. Gunnlaugur Garðarsson þjónar, félagar úr Kór Glerárkirkju leiða
almennan söng. Molasopi er í boði eftir messu. Allir velkomnir. Þetta er síðasta kvöldmessa sumarsins, sunnudaginn 11. september munum við breyta yfir
í vetrartakt með messu kl. 11.
29.08.2011
Sóknarnefndarkonu úr höfuðborginni þykja skrif mín þjóna litlum tilgangi. Á meðan djáknar, prestar og aðrir starfsmenn
kirkjunnar mæti bara eftir pöntun væru orð í ræðu og riti hjákátleg. Vímuvarnastefna kirkjunnar væri þar gott dæmi.
Lesa pistil á trú.is.