Fréttir

Góð aðsókn að sumarbúðum KFUM og KFUK - enn laus pláss á Hólavatni

Undirbúningur starfsins er í fullum gangi og mikill hugur í starfsfólki og sjálfboðaliðum sumarbúðanna. Einn liður í undirbúningnum er sá að sjálfboðaliðar koma í sumarbúðirnar á vormánuðum. Þeir sinna hefðbundu viðhaldi, gera allt klárt fyrir sumarið og bæta aðstöðuna á hverjum stað fyrir sig. Sannarlega gefandi verkefni.

Íhuganir á föstudaginn langa kl 14:00

Dr. Hjalti Hugason flytur erindið: Margbreytilegar birtingarmyndir þjáningarinnar Samveran hefst með helgistund og tónlistarflutningi í kirkjunni kl. 14:00. Síðan er gengið í safnaðarsal og hlýtt á erindi Hjalta. Að því loknu er boðið upp á kaffiveitingar og umræður. Allir velkomnir. Aðgangur ókeypis.

Við sama borð

,,Fátt er mikilvægara ungu fólki sem er á þeim stað í þroskaferlinu að slíta sig sem mest frá fjölskyldu sinni og öðlast sjálfstæði, en að vera minnt á að fjölskyldan er sá staður þar sem er best að vera" segir sr. Arna Ýrr m.a. í Skírdagspistli á trú.is Lesa pistil á trú.is

Úthlutun Hjálparstarfs kirkjunnar í dymbilviku

Í þessari viku verður aðstoð Hjálparstarfs kirkjunnar veitt degi fyrr en venjulega, þar sem fimmtudagurinn er helgidagur. Úthlutun fer því fram á miðvikudag milli 16 og 18 í Litla húsinu. Umsóknir þurfa því að berast ekki síðar en á þriðjudag.  

Ísland í miklu uppáhaldi

Klaudia Migdal frá Póllandi hefur verið sjálfboðaliði í Glerárkirkju í vetur fyrir tilstilli ungmennaáætlunar Evrópusambandsins, sem ber íslenska heitið Evrópa Unga Fólksins. Hér á eftir segir hún aðeins frá upplifun sinni. [English below]

Hugrenningar á Pálmasunnudegi

Í dag er Pálmasunnudagur - við fögnum innreið Jesú Krists í Jerúsalem. Mannfjöldinn fagnaði Jesú og margir lögðu pálmagreinar á götuna eða sveifluðu þeim. Í hugum flestra voru pálmagreinarnar ekki bara einhverjar trjágreinar. Pálmtré voru jafnvel talin heilög og mörgum þótti þau vera tákn um líf og sigur. Þannig minnti pálmatréið Ísraelsmenn á sjálfstæðið og sigursælan konung þeirra. Lesa pistil á trú.is

Fermingar um helgina

Um helgina verða tvær fermingarmessur. 

Dagskráin á foreldramorgnum á næstunni

Á fimmtudagsmorgnum er líf og fjör í safnaðarsal Glerárkirkju an þá hittast foreldrar með ungana sína. Nú fer senn að líða að lokum starfsins á vorönn, en þó eru nokkrar samverur eftir og munum við meðal annars fagna 20 ára afmæli foreldramorgna.

Íhugun - kyrrð - útivera

Kyrrðardagur verður á Möðruvöllum í Hörgárdal laugardaginn 16. apríl kl. 10-17. Þátttakendur eru hvattir til að klæða sig eftir veðri svo njóta megi gönguferða í náttúrunni, hvort sem fólk velur að ganga eitt sér eða í hóp. Umsjón: Sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir, sóknarprestur á Möðruvöllum og sr. Guðrún Eggertsdóttir, sjúkrahúsprestur. Kyrrðardagurinn er þátttakendum að kosnaðarlausu. Fólk er hvatt til að skrá sig sem fyrst þar sem fjöldi þátttakenda er takmarkaður. Skráning á srslara@ismennt.is eða í síma 462 1963.

Dvöl mín á Íslandi

Maike Schäfer hefur verið sjálfboðaliði í Glerárkirkju og á leikskólanum Síðuskóla frá því í lok ágúst á síðasta ári. Verkefnið er styrkt af Evrópu Unga Fólksins, en Glerárkirkja hefur verið viðurkenndur móttökuaðili innan Evrópu Unga Fólksins frá því á árinu 2005. Við báðum Maike að segja aðeins frá dvöl sinni. (English below)