Fréttir

Heimsóknir í Glerárkirkju á aðventu 2010

Á aðventu 2010 stendur hópum frá félagasamtökum, vinnustöðum, úr leikskólum og skólum sem fyrr til boða að taka þátt í skipulagðri dagskrá í Glerárkirkju. Tekið er á móti hópum frá föstudeginum 3. desember og fram til fimmtudagsins 16. desember.

Hvert stefnir kirkjan?

Á mánudagskvöldið 11. október kl. 20:00 verður fyrsta erindið í röð erindi undir fyrirsögninni: Fylgjum kindagötunni fyrst hún er þarna. Hvert er þjóðkirkjan að fara? Ræður stefnumótun eða stefnuleysi?Framsögumaður verður sr. Jón A. Baldvinsson, vígslubiskup á Hólum í Hjaltadal.

Söfnunarátak: Vatnsverkefni Hjálparstarfs kirkjunnar

Fermingarbörn úr Glerárkirkju munu ganga í hús í sókninni þriðjudaginn 2. nóv., miðvikudaginn 3. nóv. og fimmtudaginn 4. nóv., hvern dag frá 17:30 til 21:00. Sjá nánar í frétt á vef prófastsdæmisins.

Fjölskylduguðsþjónusta

Tónlist, söngur og sögur eru á dagskrá fjölskylduguðsþjónustunnar í Glerárkirkju 31. október kl. 11:00. Hópur nemenda úr Giljaskóla kemur í heimsókn og leikur á Marimba hljóðfæri.

Góð viðbrögð við umræðukvöldunum

Síðustu mánudagskvöld hafa staðið yfir umræðukvöld í Glerárkirkju þar sem framsögufólk hefur rætt stefnumál kirkjunnar. Að loknu hverju kvöldi hafa helstu atriði úr erindum kvöldsins verið tekin saman í stutt myndbönd og þau birt á netinu þeim sem ekki áttu heimangengt á viðkomandi kvöldum til fróðleiks.

Barnakórinn

Foreldrum barna í Barnakór Glerárkirkju er bent á að mánudaginn 24. október er engin æfing, en þann dag eru skólarnir í vetrarfríi. Hins vegar er mikilvægt að hafa í huga að kórinn kemur fram í fjölskylduguðsþjónustu 31. október næstkomandi og mikilvægt að öll börnin mæti þangað. Nánari upplýsingar gefur Hjördís Eva kórstjóri, hjordis@glerarkirkja.is 

Landsmót æskulýðsfélaga

Landsmót æskulýðsfélaga þjóðkirkjunnar hefur staðið yfir um helgina á Akureyri. Lesa má nánar um mótið á kirkjan.is: Vilja frelsa eitt þrælabarn fyrir hverja götu á Akureyri Hendur Guðs til góðra verka í heiminum - landsmótið sett Unglingar sem ætla að breyta heiminum - söfnun á Glerártorgi Félagar úr æskulýðsfélaginu Glerbrot voru að sjálfsögðu á staðnum ásamt leiðtogunum sínum, þeim Samúel Erni og Stefaníu Ósk. Mótinu lýkur í dag sunnudag með guðsþjónustu kl. 11:00 í Akureyrarkirkju.

Ferðir á Löngumýri

Þessi vika er frábrugðin öðrum hvað fermingarfræðsluna í Glerárkirkju varðar en allir fræðsluhóparnir bregða undir sig betri fætinum og fara í dagsferð í Skagafjörð. Brottför er frá Glerárkirkju kl. 08:30. Ferðirnar eru sem hér segir: Mánudagur 18. október: Síðuskóli Fimmtudagur 21. október: Giljaskóli Föstudagur 22. október: Glerárskóli Nánari upplýsingar gefa prestar kirkjunnar, sr. Arna Ýrr Sigurðardóttir, s. 864 8456 og sr. Gunnlaugur Garðarsson, s. 864 8455.

Unga fólkið hefur áhrif til góðs

,,Er við sjáum fréttirnar, af fátæklingum hér og þar. Finnum kannski til með þeim en gerum ekki neitt í því. Við ættum kannski að íhuga, að setja okkur í þeirra spor. Vera góð við náungann og hjálpa þeim sem eiga bágt." Þennan texta bjuggu nokkrir unglingar úr starfinu í Glerárkirkju til. Hann er okkur öllum þörf áminning, sjá nánar í pistli á trú.is.

Efstu mál á baugi hjá Lútherska heimssambandinu

Efstu mál á baugi hjá Lútherska heimssambandinu er yfirskrift á öðru umræðukvöldinu í Gleraárkirkju á mánudagskvöldi 18. október kl. 20.00. Magnea Sverrisdóttir, djákni í Hallgrímskirkju og fræðslufulltrúi á Biskupsstofu situr í stjórn Lútherska heimssambandsins. Í erindi sínu mun hún gera grein fyir helstu málum sem þar eru í umræðunni í dag. Sjá nánar á vef Eyjafjarðarprófastsdæmis.