Fréttir

Messa kl. 11 sunnudaginn 13. mars

Sr. Gunnlaugur Garðarsson þjónar, félagar úr Kór Glerárkirkju syngja undir stjórn Valmars Väljaots. Barnastarf verður í safnaðarsal á sama tíma, sameiginlegt upphaf. Allir velkomnir.

Jafnrétti og sjálfbærni - þjóðgildaumræðan heldur áfram

Mánudagskvöldið 14. mars eru þjóðgildin jafnrétti og sjálfbærni til umræðu í Glerárkirkju. Dagskráin hefst kl. 20:00. Þar mun Andrea Hjálmsdóttir, bæjarfulltrúi Vinstri-Grænna flytja framsöguerindi en Bjarni Guðleifsson náttúrufræðingur mun vera með inngangsorð og annast stutta helgistund. Fólk er hvatt til að mæta og hlusta á góð erindi og taka þátt í umræðunni.

Myndasýning frá þemaviku fermingarbarna

Þessa dagana stendur yfir myndasýning í forkirkju Glerárkirkju. Þar sýna Maike Schäfer og Klaudia Migdal myndir sem þær tóku af fermingarbörnum kirkjunnar á þemaviku og við önnur tækifæri. Skoða má yfirlit yfir sýninguna á Facebook-síðu Glerárkirkju.

Frí í fermingarfræðslu vegna vetrarfría

Vegna vetrarfría í grunnskólum á Akureyri verður frí í fermingarfræðslunni vikuna 6. - 12. mars, þ.e. þriðjudag til fimmtudag 8. - 10. mars. Fermingarfræðslan verður síðan aftur á sínum stað í vikunni þar á eftir, þ.e. 15 - 17. mars. 

Söngmessa í kvöld sunnudaginn 6. mars kl. 20.30

Söngmessa með félögum í Kór Glerárkirkju undir stjórn Valmars og  Sr. Örnu Ýrrar.  Sungnir verða sálmar úr "Sálmabók barnanna"  nr. 175  Barn þitt vil ég vera, 194  Megi gæfan, 166 Þú er Guð sem gefur lífið, 105  Í bljúgri bæn, 38 Drottinn er minn hirðir,  58  Ég er lífsins brauð.

Fermingarbörn vorsins í Glerárkirkju

Nú eru listar með fermingarbörnum vorsins komnir inn á síðuna. Þá getið þið fundið hér:

Þjóðgildakvöldin halda áfram

Mánudagskvöld eru þjóðgildakvöld á vorönn í Glerárkirkju. Næsta mánudag mun Guðmundur Baldvin Guðmundsson frá Framsóknarflokknum fjalla um lýðræði og jöfnuð, en sr. Arna Ýrr Sigurðardóttir mun sjá um hugvekju í upphafi kvöldsins. Frásagnir af kvöldunum eru birtar á vef prófastsdæmisins, hugvekjur kvöldanna gerðar aðgengilegar á vefnum og framsöguerindið birt á youtube.

Æskulýðsdagurinn 6. mars

Á æskulýðsdegi kirkjunnar þann 6. mars næstkomandi er fjölbreytt dagskrá í boði í Glerárkirkju. Dagskrá dagsins hefst með fjölskylduguðsþjónustu kl. 11:00. Sunnudagaskólinn er á sínum stað á sama tíma. Um kvöldið, kl. 19:30 stendur æskulýðsfélagið Glerbrot fyrir góðgerðakaffihúsi þar sem vöfflur verða seldar og ágóðinn verður nýttur í að leysa þrælabörn úr ánauð. Kl. 20:30 er svo komið að söngmessu í umsjón sr. Örnu og Valmars organista.

Spiel und Spass - Wir sprechen Deutsch

Einn ef þeim hópum sem hittist reglulega í Glerárkirkju er ,,Spiel und Spass" hópurinn. In Glerárkirkja trifft sich die ,,Spiel und Spass" Gruppe jeden Sonntag um 16:00 Uhr. Kinder die Grundkenntnisse in Deutscher Sprache haben sind herzlich willkommen.

Þemavika fermingarbarna heldur áfram

Þemavika fermingarbarna hófst með fjölmennri guðsþjónustu síðastliðið sunnudagskvöld þar sem fermingarbörn og foreldrar tóku virkan þátt í helgihaldinu. Í gær mánudag bauðst krökkunum svo að kynnast því hvernig það er að syngja í æskulýðskór og létu nokkur fermingarbörn sjá sig - bæði strákar og stelpur. Við hér í Glerárkirkju fögnum þessari virku þátttöku og hlökkum til að sjá hve mörg mæta í dansinn í dag kl. 17:00.  Einnig minnum við á að fermingarfræðslan er á sínum stað, dagskrár þemaviku er til viðbótar við hefðbundna fræðslu.