04.03.2011
Samkirkjuleg bænastund undir formerkjum alþjóðlegs bænadags kvenna verður haldin í Glerárkirkju föstudagskvöldið 4. mars næstkomandi
og hefst hún kl. 20:00. Fólk er hvatt til að fjölmenna og sameinast í bæn með konum um allan heim! Þema kvöldsins snýr að
aðstæðum fólks í Síle og er yfirskriftin: Hversu mörg brauð hefur þú?
28.02.2011
Hermann Jón Tómasson frá Samfylkingunni er framsögumaður á þjóðgildakvöldi í Glerárkirkju í kvöld,
mánudagskvöldið 28. febrúar kl. 20:00. Katrín Ásgrímsdóttir, sem sæti á í Kirkjuráði sér um helgistundina.
Hér er um framhald á umræðukvöldum um þjóðgildin að ræða sem staðið hafa yfir á vegum prófastsdæmisins í
Glerárkirkju frá því í febrúarbyrjun.
25.02.2011
KNS - Kristið næstumþví stúdentafélag - er heiti á klúbbi 16 ára og eldri krakka. Þau hittast á hverju föstudagskvöldi
kl. 20:00 í félagsheimili KFUM og KFUK í Sunnuhlíð á Akureyri. Dagskráin er fjölbreytt og margt til gamans gert.
27.02.2011
Sunnudaginn 27.
febrúar er messa í Glerárkirkju kl. 11:00 þar sem Kór Glerárkirkju syngur undir stjórn Valmars Väljaots. Þá er
kvöldguðsþjónusta með Krossbandinu kl. 20:30. Prestur er sr. Arna Ýrr Sigurðardóttir. Fjölmennum og eigum góða stundir saman í
kirkjunni okkar. Athygli er vakin á því að kvöldguðsþjónustan er um leið upphaf þemaviku
fermingarbarna.
23.02.2011
Dagana 27. febrúar til 6. mars næstkomandi gera fermingarbörn í Glerárkirkju sér dagamun. Fyrir utan hefðbundna fermingarfræðslu er boðið
upp á fjölbreytta þemavikudagskrá. Fermingarbörn vorsins eru hvött til að mæta og taka þátt.
23.02.2011
Ný styttist í fermingar vorsins í Glerárkirkju, en fyrsta ferming er laugardaginn 9. apríl. Af því tilefni hafa prestar kirkjunnar nú
skrifað forráðafólki fermingarbarna bréf þar sem fram koma ýmsar hagnýtar upplýsingar varðandi undirbúning og skipulag
fermingarathafnanna. Bréfinu er dreift í fermingarfræðslu í þessari viku, en einnig aðgengilegt hér á vef kirkjunnar og
forráðafólki tilkynnt það í tölvupósti.
22.02.2011
Febrúarmót ÆSKEY og KFUM og KFUK á Norðurlandi fór fram á Hrafnagili dagana 18.-19. febrúar s.l. Yfirskrift mótsins var "Daginn í
dag, gerði Drottinn Guð" og voru 110 þátttakendur frá Ólafsfirði, Dalvík, Akureyri, Svalbarðseyri, Grenivík, Bárðardal og
Húsavík.
22.02.2011
Heiðarleiki og traust var yfirskrift þriðja þjóðgildakvöldsins í Glerárkirkju. Inngangsorð flutti Fjalar Freyr Einarsson kennari, en
framsöguerindi kvöldsins flutti Hlín Bolladóttir, kennari og bæjarfulltrúi (Listi fólksins). Á vef prófastsdæmisins má finna
samantekt frá kvöldinu.
Lesa samantekt á kirkjan.is/naust.
19.02.2011
Séra Lárus Halldórsson lést
hinn 15. febrúar á nítugasta og fyrsta aldursári og verður útför hans gerð frá Dómkirkjunni mánudaginn 21. febrúar
næstkomandi. Séra Lárus var mörgum íbúum hér í sókninni vel kunnur, enda sinnti hann meðal annars afleysingaþjónustu
í Lögmannshlíðarsókn frá nóvember 1990 og fram í maílok 1991.
18.02.2011
Hver er staðan á
þjóðgildunum sem viska fjöldans valdi á Þjóðfundinum 14. nóvember 2009? Eru hugtök eins og heiðarleiki, virðing,
réttlæti og lýðræði bara orðin tóm? Umræðan um þjóðgildin heldur áfram á mánudagskvöldum kl. 20:00
í Glerárkirkju.