06.12.2012
Frásögnum viðstaddra og blaðagreinum frá þeim tíma ber saman: Mikil hátíðarstemning ríkti þegar Glerárkirkja var vígð 6. desember 1992 að viðstöddum rúmlega 900 manns, en athöfnin tók að sögn blaðamanns hjá Degi á Akureyri hátt í þrjár klukkustundir. Í dag aðeins 20 árum síðar þætti mörgum það nú heldur löng athöfn. En fögnuðurinn var stór, loksins var komin kirkja norðan við á. Blaðamaður Dags nefnir Glerárkirkju m.a. ,,útvörð byggðar Akureyrar í norðri". Hér á glerarkirkja.is má nú nálgast nokkrar blaðagreinar sem segja söguna frá vígslu fyrsta áfanga 1987 og vígslu kirkjuskipsins 1992.
05.12.2012
On the upcoming weekend, 7th to 9th of December 2012, the parish of Glerárkirkja in Akureyri, North-Iceland is celebrating the 20th anniversary of the church. As one of over 280 congregations around Iceland who belong to the Evangelical Lutheran Church of Iceland (ELCI), the members are happy to be able to celebrate by inviting to various events on the weekend. The variety is broad and everyone should be able to find an event that might fit to one’s own interests. All parts of the programme are open for everyone. Please notice that all spoken words will be in Icelandic, but lyrics will be in different languages.
05.12.2012
Mikið verður um dýrðir í Glerárkirkju um komandi helgi, þ.e. 7. til 9. desember því þá fögnum við 20 ára vígsluafmæli Glerárkirkju, en þann 6. desember árið 1992 var kirkjan fullbúin og kirkjuskipið þar með tekið í notkun. Dagskráin hefst formlega á föstudagskvöldinu þegar formaður afmælisnefndar, Gunnhildur Helgadóttir, opnar listsýningu Díönu Bryndísar og létt lög í bland við jólalög taka að hljóma frá kaffihúsi kvenfélagsins Baldursbrár þar sem þær Jokka og Linda syngja við undirleik Reynis Schiöth. Í framhaldinu rekur einn viðburðurinn annan fram á sunnudagskvöld en nær hápunkti sínum í hátíðarmessu á sunnudegi klukkan tvö. Vonumst við í Glerárkirkju eftir því að sem flestir hafi tök á því að láta sjá sig í Glerárkirkju þessa helgina.
04.12.2012
Í tilefni af 16 daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi verður farið í ljósagöngu frá Akureyrarkirkju, fimmtudaginn 6. desember kl. 16:30. Með göngunni viljum við sýna samstöðu gegn kynbundnu ofbeldi. Gangan endar á Ráðhústorgi þar sem Svanfríður Larsen, Zontakona les ljóð. Boðið verður upp á heitt kakó frá Bautanum. Laugardaginn 8. desember er svo mannréttindadagur í versluninni Flóru frá 13:00 til 15:00. Þar gefst kostur á að hlýða á upplestur Jokku Aflskonu og að taka þátt í bréfamaraþoni Amnesty.
03.12.2012
Sunnudaginn 9. desember næstkomandi, sem er annar sunnudagur í aðventu, verður 20 ára vígsluafmæli Glerárkirkju fagnað. Kirkjan var vígð á sama degi kirkjurársins á sínum tíma, sem þá bar upp á 6. desember, sem er Nikulásarmessa. Upplýsingar um hátíðardagskrá helgarinnar má fá með því að smella á mynd hér efst til hægri á síðunni þar sem stendur "Glerárkirkja 20 ára".
03.12.2012
Söknarnefnd Lögmannshlíðarsóknar óskar öllum sóknarbörnum til hamingju með 20 ára vígsluafmæli Glerárkirkju og biður að Guð gefi öllum gleðirík jól og farsæld á komandi ári. Um leið hvetur sóknarnefndin fólk til að kynna sér alla þá starfsemi sem fram fer í kirkjunni og þá sérstaklega dagskrá í tilefni vígsluafmælisins dagana 7. til 9. desember 2012.
03.12.2012
Á fyrsta sunnudegi í aðventu sótti fjöldi fólks aðventukvöld í Glerárkirkju. Þar sungu þrír kórar kirkjunnar, fermingarbörn sáu um ljósaathöfn, prestar kirkjunnar tóku til máls og dr. Ragnheiður Harpa Arnardóttir flutti hugvekju kvöldsins. Nokkrar myndir frá kvöldinu má finna hér á vef kirkjunnar.
02.12.2012
Sunnudagaskólinn er á sínum stað í desembermánuði í Glerárkirkju en þó með smá tilbreytingu. Í dag, sunnudaginn 2. desember sem er fyrsti sunnudagur í aðventu hefst barnastarfið með sameiginlegu upphafi í messu safnaðarins áður en börn og foreldrar sem kjósa ganga yfir í safnaðarsalinn í sunnudagaskólann. Næstu sunnudaga er hins vegar annað uppi á teningnum.
01.12.2012
Stundum er auðvelt að verða öðrum að liði. Ef þú átt góða bók á ensku sem þú tímir að gefa og pening fyrir póstburðargjaldi getur þú orðið að liði. Andrei býr í Baia Mare í Rúmeníu. Samtökin sem hann er sjálfboðaliði hjá heita "Association for Development through Education, Information and Support, skammstafað D.E.I.S. (heimasíða: www.deis.ro). Þessi samtök eru að koma upp bókasafni í þorpinu með bókum á ensku og á Andrei frumkvæðið því honum þykir miður hve takmarkaður aðgangur þeirra sem í þorpinu búa er að góðu lesefni.
30.11.2012
Nú í haust hefur Glerárkirkja í samstarfi við Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmi staðið fyrir fræðslukvöldum undir yfirskriftinni "Hvað er kristin trú?" og var þar sérstaklega byggt á samnefndri bók eftir Halvor Moxnes sem út kom í íslenskri þýðingu sr. Hreins Hákonarsonar hjá Skálholtsútgáfunni 2010. Áttundi og jafnframt síðasti fyrirlestur haustsins bar yfirskriftina "Kristin trú í hnattvæddum heimi" Málshefjandi var Jónas Þórisson, framkvæmdastjóri Hjálparstarfs kirkjunnar og er erindi hans birt hér.